Prúðleiki

9,5 – 10:
-Einstakur prúðleiki á fax og tagl, þykkt og sítt fax með miklum ennistoppi.


9,0:
-Mjög góður prúðleiki á fax og tagl.

8,0 – 8,5:
-Allþykkt fax sem má auðveldlega skipta, ágætur vöxtur í ennistopp. Taglið þokkalegt.

7,5:
-Meðalprýði

7,0:
-Sjá einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlegan galla að ræða.

6,5 og lægra:
-Mjög snoðið á fax og tagl.

Hryssur hafa að jafnaði fíngerðara fax og tagl en stóðhestar og þarf að hafa það í huga við mat á þessum þætti.

back to top