Höfuð

9,5 – 10:
-Mjög frítt og fínlegt höfuð. Eyrun þunn og fínleg, hæfilega lokuð og vel sett. Stórt, opið og næmt, fjörlegt auga og falleg augnaumgjörð. Húðin þunn og fínhærð. Kjálkarnir þunnir og hæfilega grunnir og góð gleidd á milli þeirra. Neflína bein og nasir flenntar.


9,0:
-Frítt og fínlegt, gallalaust höfuð.

8,5:
-Mjög myndarlegt, svipmikið höfuð.
-Frítt, fínlegt höfuð.

8,0:
-Myndarlegt höfuð, svipmikið má vera nokkuð gróft eða hlutfallslega stórt ef það er að öðru leyti gallalítið.
-Svipgott höfuð, gallalítið.
-Mjög frítt höfuð en með einhvern galla í talsverðum mæli.

7,5:
-Þokkalegt gallalítið höfuð, hvergi gott.
-Góðir þættir í höfuðgerðinni geta vegið upp nokkur lýti.

7.0:
-Ófrítt svipljótt höfuð.
-Þungt (holdugt) höfuð.
-Djúpir, þykkir kjálkar
-Smá augu sem sitja djúpt.
-Slæm eyrnastaða.
-Gróf eyru.
-Nokkurt frávik frá beinni neflínu
-Mjög stutt munnvik.

Sambærilegar reglur gilda um einn galla eða fleiri og lýst er hér að neðan (einkunn 6,5 og lægra).

6,5 og lægra:
-Mjög gróft og hlutfallslega stórt höfuð.
-Mjög slæm eyrnastaða og illa gerð eyru.
-Mikið frávik frá beinni neflínu
-Mikill ófríðleiki.

Einkunnin 6,5 eða lægri er gefin ef einn ofantalinna galla lýta höfuðið í afar ríkum mæli en mjög fátt prýðir. Einnig gæti einkunn á þessu bili komið til þótt gallarnir séu ekki í afar ríkum mæli hver og einn, séu þeir fleiri en einn og fátt prýði, sjá einnig í upptalningu við einkunn 7,0.

back to top