Hófar

9,5 – 10:
-Mjög vel djúpir hófar og hvelfdur hófbotn, mjög vel lagaðir, kúptir og fallegir að sjá, efnisþéttir, einlitir og helst dökkir. Hóftunga er mikil og hælstoðir mjög traustlegar.


9,0:
-Vel djúpir, vel lagaðir og kúptir, sterklegir og efnismiklir hófar, hóftunga er góð og hælstoðir traustlegar.

8,5:
-Vel djúpir, vel lagaðir og sterklegir hófar. Aðeins er um fremur smávægilega galla að ræða hvað önnur atriði hófgerðar varðar.

8,0:
-Þokkalega vel djúpir hófar, þeir séu lausir við alla stórgalla.
-Meðaldjúpir hófar en mjög efnisgóðir og vel lagaðir.

7,5:
-Meðaldjúpir hófar en gallar og betri atriði geta náð til að vega hvort annað upp.

7,0:
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að æða.

6,5 og lægra:
-Mjög grunnir hófar, flatir, útflenntir eða hófbotn siginn.
-Mjög krappir (þröngir) hófar.
-Mjög lélegt efni í hófum (þ.m.t. afar ljótt yfirborð).
-Mjög efnislitlir hófar, nær enginn hóftunga eða nær engir hælar.

Við einkunnagjöf skal taka tillit til fjölda galla og hversu miklir þeir eru.

back to top