Fótagerð
9,5 – 10:
-Þurrar, mjög sterklegar sinar og mjög góð skil sina og leggja, traustlegir liðir og vel gerðar kjúkur, fótstaða mjög góð.
9,0:
-Þurrar, mjög sterklegar sinar og mjög góð skil sina og leggja, traustlegir liðir og allgóðar kjúkur.
8,5:
-Þurrar, sterklegar sinar og góð skil sina og leggja (mjög gott átak), Þokkalegir liðir, kjúkur og fótstaða (útlit).
-Þokkalegt átak en mjög fallegt útlit.
8,0:
-Allgóð fótagerð.
-Mjög góðir þættir í fótagerðinni geta vegið upp nokkra galla.
7,5:
-Þokkaleg fótagerð.
-Góðir þættir í fótagerðinni geta vegið upp nokkra galla.
7,0:
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að ræða.
6,5:
-Mjög votar sinar á fram- og / eða afturfótum.
-Mjög lítil skil sina og leggja á framfótum.
-Mjög grannir liðir á aftur- og / eða framfótum (einkum skal litið á hæl og framhné).
-Mjög svög eða hörð fótstaða.
-Mikið frávik frá réttri fótstöðu þ.e. sverðfætt eða hafurfætt
Við einkunnagjöf skal taka tillit til fjölda galla og hversu miklir þeir eru.