Fegurð í reið

Fegurð í reið
9,5 – 10
Hrossið er glæsilegt og aðsópsmikið í framgöngu;
-Hrossið er háreist, þjált í beisli, höfuð í lóð. Hreyfingar eru léttar, háar, fjaðurmagnaðar og samræmisgóðar, mikið framgrip og frábært fas, taglburður eins og best verður á kosið.

9,0
Hrossið fer mjög fallega í reið;
-Reising er fögur og hrossið fer fallega í beisli. Hreyfingar eru léttar, háar, fjaðurmagnaðar og samræmisgóðar, mikið framgrip og mikið fas, taglburður með ágætum. Mjög góðir þættir geta vegið upp nokkru síðri þætti í fegurð hrossins í reið en ætíð eru gerðar miklar kröfur til fallegrar reisingar.

8,5
Hrossið fer fallega í reið;
-Reising er góð og hrossið fer vel í beisli. Hreyfingar eru léttar og samræmisgóðar eða aðsópsmiklar. Góðir þættir geta vegið upp minniháttar galla í fegurð hrossa í reið.

8,0
Hrossið fer vel í reið;
-Hrossið er hæfilega reist og heildarmynd þess í reið er laus við öll eiginleg lýti s.s. gan.
-Reising og höfuðburður aðeins sæmilegur en fallegar og verklegar hreyfingar.
-Reising og höfuðburður mjög góður en hreyfingar aðeins sæmilegar.

7,5
Engir afgerandi gallar á heildamynd hrossins í reið;
-Hrossið er meðalreist og fer þokkalega.

7,0
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að ræða.

6,5 og lægra
-Mikil lággengni.
-Mikið mýktarleysi og þung hreyfing.
-Mikil lágreisni.
-Mikil ofreisn, gan og gap.
-Mikill höfuðsláttur og skekking í beisli.
-Taglsláttur.

Einkunn 6,5 eða lægri getur komið til ef einn ofantalinna galla nær til að stórskemma heildarmynd hrossins í reið. Hitt er þó algengara að fleiri galla þurfi til, svo að heildarmynd verði þetta lýtt. Einkunn fyrir fegurð í reið er, á hliðstæðan hátt og einkunn fyrir vilja og geðslag, samnefnari fyrir eiginleikann eins og hann kemur fyrir hjá hrossinu í gegnum alla sýninguna.

back to top