Brokk

Brokk
9,5-10
-Öruggt brokk með rúmum og háum fjaðurmögnuðum, svífandi hreyfingum, brokkferðin einstök.

9,0
-Öruggt brokk með rúmum og háum fjaðurmögnuðum, svífandi hreyfingum, ferðgott.
-Kappreiðabrokk, ekki kröfur um glæsileik.

8,5
-Glæst og svifmikið brokk en skortir nokkuð á brokköryggi.
-Öruggt, létt, ferðgott og þokkalega fallegt brokk.
-Öruggt brokk með háum og miklum hreyfingum, ferðmikið en gróft.
-Möguleg einkunn ef form og svif er gott, þó ýtrasta ferð náist ekki.

8,0
-Skrefadrjúgt og fallegt brokk en lítið brokköryggi.
-Öruggt, létt og sæmilega ferðgott brokk en ekki fallegt.
-Öruggt, ferðmikið en klúrt brokk.

7,5
-Sýnir skrefadrjúgt brokk en óöruggt (lítið brokköryggi).
-Full lin og sveiflulítil brokkhreyfing en þokkalega ferðgott.
-Hreint og öruggt brokk en þung hreyfing og ekki ferðmikið.

7,0
-Afar óöruggt brokk en sýnir á köflum gott brokk.
-Brokkar örugglega en lint og ferðlítið.

6,5
-Mjög lint og óöruggt brokk, hoppar upp á fótinn.
-Öruggt tipl.

5,5-6,0
-Rétt aðeins tæpt á tilþrifalausu brokki.

5,0
-Sýnir ekki brokk

Við dóm á brokki er ætíð litið til hreinleika gangtegundarinnar ef hinar hærri einkunnir eiga að nást, þó eru ekki gerðar kröfur um fullkominn tvítakt á brokki.

back to top