Auglýsingar á bssl.is

Hægt er að auglýsa vörur og þjónustu á vef Búnaðarsambands Suðurlands. Um er að ræða fimm auglýsingar sem eru staðsettar eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þetta eru tveir vinstri kubbar, miðjuborði og tveir hægri kubbar. Vinstri kubbar fylgir öllum undirsíðum en miðjuborði og hægri kubbar birtast aðeins á forsíðu vefsins.

Auglýsingastærðir eru eins og myndin sýnir.

Skil á auglýsingum til bssl.is
Öllum auglýsingum og slóðum (URLs) þarf að skila á mundi@bssl.is . Eftirtaldar upplýsingar þurfa að fylgja með er auglýsingunni er skilað að öðrum kosti getur birting tafist:

 

 

– Hvenær á birting að hefjast
– Hvenær á birtingunni að ljúka
– Hvar á auglýsingin að birtast
– Auglýsingaskrár (sem aðskildar skrár, jpg, gif)
– Vefslóð sem á að vera á bakvið borðann
– Bendils-texti (ef óskað er)
– Sérstakar upplýsingar um hvernig keyra, fletta og/eða skipta eigi skrám á tímabilinu

Skilatímar
Auglýsingar skulu hafa borist á netfangið mundi@bssl.is fyrir miðnætti á fimmtudegi fyrir komandi viku. Að öllu jöfnu þarf u.þ.b. einn virkan dag til að skoða og undirbúa birtingar á stöðluðum gif/jpg auglýsingum. Lengri tíma þarf til að skoða og undirbúa birtingar á flóknari auglýsingaskrám, flash/pop-up, html og dhtml. Mælt er með sjö dögum fyrir auglýsendur sem eru að auglýsa á þennan hátt í fyrsta sinn.

Ein auglýsingavika telst vera frá mánudegi til mánudags.

 

Skrár er hægt að senda sem viðhengi með staðsetningu og fyrirmælum um hvernig nálgast megi þær.

 

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi auglýsingaskil á bssl.is sendu tölvupóst á mundi@bssl.is .

 

Skrár sem standast ekki reglur um stærð og/eða gerð eru endursendar til lagfæringar. Það getur orðið til þess að seinka birtingu auglýsingar.

 

Verðskrá auglýsinga á bssl.is

 

Auglýsingategund

1 vika

2 vikur

3 vikur

4 vikur+

Vinstri kubbur

15.000

13.500

12.150

10.935

Hægri kubbur

8.000

7.200

6.480

5.832

Miðjuborði

10.000

9.000

8.100

7.290

Öll verð eru vikuverð án vsk.

Athugið að öll verð miðast við viku, þannig kostar t.d. birting miðjuborða í 3 vikur, 3 * 8.100 = 24.300 kr. fyrir utan vsk.

back to top