Nautís kálfar í einangrun

Þann 10 september voru þeir 21 Angus kálfar sem fæddust í vor og sumar teknir frá og settir í 9 mánaða einangrun sem mun þá ljúka 10 júní 2026. Það eru 12 naut og 9 kvígur. Meðalþynging frá fæðingu að fráfærum var 1318 gr/dag sem er meira en hjá sambærilegum hópi í fyrra. Elstu kálfarnir voru fæddir í byrjun apríl en þeir yngstu um 20. júlí. Burðurinn verður færður aðeins fram en mikilvægt er að kálfarnir geti verið sem lengst undir mæðrum sínum og nýtt beitina meðan hún er sem best. Þeir eru undan einu reyndu nauti, Hovin Milorg og þremur ungnautum sem eru lítið skyld þeim gripum sem fyrir eru. Ungnautin heita Lis Roll in one, Hovin Sokrates og Lis Super Nugget.


back to top