Hrútafundir

Dagana 18. og 19 nóvember nk verða hinir árlegu hrútafundir haldnir. Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunautur RML fjallar um ræktunarstarfið í sauðfjárrækt og fjallar um hrútakostinn  sem verður í Þorleifskoti og sæði dreift úr í desember. Fanney Ólöf fjallar um lambaskoðanir í haust á Suðurlandi og verðlaun verða veitt fyrir 5 efstu lambhrútana í hverri sýslu. Sveinn Sigurmundsson fjallar um sauðfjársæðingastöðina og mál tengd sauðfjársæðingum. Kaffiveitingar verða á fundunum og í boði Sláturfélags Suðurlands. Hrútaskránni verður dreift á fundunum

Þriðjudaginn 18. nóvember Stracta Hótel Hellu kl 20:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Smyrlabjörg kl 14:00

Miðvikudaginn 19. nóvember Kirkjubæjarstofa kl 20:00


back to top