Verðþróun mjólkur og kjarnfóðurs

Myndin hér fyrir neðan sýnir verðþróun á mjólk og kjarnfóðri frá desember 2002. Miðað er við afurðastöðvarverð mjólkur og kjarnfóður með 16% próteininnihaldi. Kjarnfóðurverðið á hverjum tíma er meðalverð tveggja stærstu söluaðilanna með magn- og staðgreiðsluafslætti, þ.e. lægsta verð á hverjum tíma.
Verðin eru sett á 100 í desember 2002 og framreiknuð frá þeim tíma miðað við vísitölu neysluverðs.

back to top