Eyðublað v. kauptilboðs í Angus gripi hjá Nautís

Í síðasta bændablaði sem kom út fimmtudaginn 26. júní er kynning á þeim Angusgripum sem boðin eru til kaups hjá Nautís nú í júlí. Um er að ræða 8 naut og 7 kvígur og verða kvígurnar vonandi fengnar. Tvö nautanna hafa verið flutt að Hesti en sæði úr þeim verður tekið til kyngreiningar í ágúst og verða þau ekki afhent fyrr en að því loknu. Myndin er af Massa 24406 en hann er undan Manitu av Höystad sem er eitt besta Angus nautið sem í boði er í Noregi. Eyðublaðið fylgir hér með