Dómar á holdagripum hjá Nautís

Ráðunautar RML þær Ditte Clausen og Linda Gunnarsdóttir skoðuðu og dæmdu holdagripi Nautís sem fæddust á síðasta ári og ljúka einangrun um miðjan júní. Gripirnir fá útlitsdóm og svo er bakvöðvinn og fitulag mælt. Matið verður notað þegar kynning á sölugripunum fer fram um miðjan júní. Það eru 10 naut og 11 kvígur sem verið hafa í einangrun en nokkrar kvígur verða fluttar yfir í kúafjósið til viðhalds.
Á myndinni má sjá Ditte, Lindu og Davíð bústjóra