Ný nautsmæðraskrá
 Nú er komin ný og uppfærð nautsmæðraskrá á vefinn hjá okkur. Ræktunarhópur fagráðs í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í maí s.l. að herða nokkuð þær kröfur sem gerðar eru til nautsmæðra og því eru að þessu sinni færri kýr en áður í skránni. Nú telur skráin 264 kýr en að auki er að finna lista yfir efnilegar ungar kýr og kvígur í skránni.
Nú er komin ný og uppfærð nautsmæðraskrá á vefinn hjá okkur. Ræktunarhópur fagráðs í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í maí s.l. að herða nokkuð þær kröfur sem gerðar eru til nautsmæðra og því eru að þessu sinni færri kýr en áður í skránni. Nú telur skráin 264 kýr en að auki er að finna lista yfir efnilegar ungar kýr og kvígur í skránni.
Að venju er mælst til þess að þær kýr sem í skránni er að finna verði sæddar með nautsfeðrum og að tilkynnt verði um ef þær eignast nautkálf með það í huga að hann verði tekinn á stöð. Hið sama gildir um þær efnilegu ungu kýr og kvígur sem eru í skránni.
Þær lágmarkskröfur sem nú eru gerðar til nautsmæðra eru eftirfarandi:
| Kynbótamat | Útlitsdómur | ||
| Mjólkurmagn | 110 | Júgur og lögun | 8 | 
| Próteinmagn | 110 | Júgurfesta og skipting | 8 | 
| Prótein% | 95 | Spenalengd og staðsetning | 8 | 
| Eigin afurðir | 100 | Gerð og lögun spena | 8 | 
| Afurðamat | 112 | Mjaltir | 17 | 
| Júgur | 95 | Skap | 4 | 
| Spenar | 95 | ||
| Mjaltir | 95 | 
Nautsmæðraskrána má skoða með því að smella hér.

 Follow
 Follow




