Bændahópur – hefur þú áhuga?

Það eru laus pláss í hóp á Suðurlandi þannig að nú er tækifæri fyrir áhugasama að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem er stýrð jafningjafræðsla.
Hvers vegna bændahópar?
• Bændur læra hver af öðrum hvernig er best að gera hlutina og hvenær.
• Hitta aðra bændur, ræða saman um áhugamál sín og leysa málin saman!
• Öflug bú sem vilja gera enn betur.
• Ungir bændur sem vilja læra af reynslumeiri jafningjum.
• Kynslóðaskipti – afla sér þekkingar utan bús.
• Sjá hvernig aðrir gera á sínum búum – fundirnir eru haldnir á búum þátttakenda.
• Fimm fundir á ári.

Reynslan sýnir að bændur eru almennt ánægðir með starfið í bændahópunum.
Viðfangsefni hópanna falla undir jarðrækt og fóðuröflun.
Hægt er að lesa sér til um verkefnið á heimasíðu RML og fá upplýsingar hjá Þóreyju, thorey@rml.is, Sigurði Torfa, sts@rml.is og Eiríki, el@rml.is eða bara bjalla í okkur.


back to top