Kynbótastöðin kaupir rafbíl

Kynbótastöðin hefur keypt rafbíl til að nota í sæðingum. Tesla Y fjórhjóladrifinn jepplingur með allt að 507 km drægni. Bílinn verður staðsettur á Hvolsvelli og mun Hermann Árnason og afleysingamenn nota bílinn. Hleðslustöð með sér notkunarmæli verður sett upp. Það verður fróðlegt að sjá rekstrarkostnað rafbílsins borið saman við sparneytnu jepplingana sem hafa komið út með liðlega 22 kr/km án afskrifta þegar best lætur. Með hleðslustöðinni kostar bíllinn um 8 milljónir.


back to top