5. fundur haldinn 30. ágúst 2019

Stjórnarfundur BSSL haldinn 30. ágúst 2019.

 

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Björn Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Fundarmenn mættu fyrst í einangrunarstöð Nautís að Stóra Ármóti en þar var að ljúka sæðistöku úr Angus holdakálfunum.

 

  1. Yfirlit yfir starfsemi og stöðu á einangrunarstöðinni. Sveinn greindi frá starfsemi Nautís. Í júní og júli fæddust 11 kálfar þar af 7 kvígur og 4 naut. Tvö þeirra eru undan Hovin Hauk og tvö undan Horgen Erie sem er viðbót við þá nautkálfa sem eru til í dag og undan Stóra Tígri og First Boyd. Þá kom 41 fósturvísir til landsins um miðjan ágúst og voru þeir allir undan Emil av Lillebakken. Sæðistaka úr nautunum hefur gengið vonum framar miðað við aldur þeirra. Fyrsta sæðið úr Angus kálfunum kom til dreifingar 15. ágúst

 

  1. Gjald holdanautabænda eða mjólkurframleiðenda fyrir sæðingar. Þar sem nú eru sumir holdanautabænda farnir að sæða hluta af sínum kúm þá var til umfjöllunar hvað væri sanngjarnt að þeir myndu greiða fyrir sæðinguna þar sem holdanautasæðið mun ekki kosta bændur sérstaklega. Tillaga kom fram um að þeir myndu greiða sama gjald og mjólkurframleiðendur eða kr 4.500,- á grip sem þeir láta sæða. Stjórnin var því samþykk.

 

  1. Hugleiðingar um innheimtuaðferð sæðingagjalda. Áskriftargjald/greitt fyrir hverja sæðingu. Kynbótastöð Suðurlands er eini rekstraraðili kúasæðinga sem er með svokallað áskriftargjald þar sem greitt er fast gjald af hverjum grip óháð fjölda sæðinga. Endurskoðun á gripafjölda fer fram um hver áramót. Fundarmenn voru á því að halda bæri í þá innheimtuaðferð. Þrátt fyrir ýmsa annmarka þá eru kostirnir meiri en þeir eru helstir að aðferðin er einföld og ódýr í framkvæmd og allir njóta ræktunarstarfsins og því eðlilegt að þeir taki sem jafnastan þátt í kostnaði við það.

 

  1. Fyrsta reynsla af verktakakerfi á Austurlandi. Þann 1. júlí sl. tók i gildi nýtt verktakakerfi á Austurlandi. Svæðinu var skipt upp í „Hérað og Suðurfirði“. Með því sparast mikill akstur og svo var samið við frjótæknana um fast gjald kr. 6.500,- fyrir hverja sæðingu. Þá bregður svo við að sæðingum fjölgar mjög mikið. Í júlí 2019 voru 37 sæðingum fleira en árið á undan. Ágúst kemur með fjölgun upp á 27 sæðingar milli ára. Tvísæðingum hefur snarfjölgað.

 

  1. Úttektir vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna og vegna ágangs álfta og gæsa. Þær breytingar eru helstar að nú verða bændur að vera búnir að sækja um fyrir 1. október. Svo er RML að skerpa á vinnureglum varðandi skráningar í Jörð en það mega bara starfsmenn RML framkvæma þurfi bóndinn aðstoð.

 

  1. Sala á veiðihúsinu á Stóra Ármóti. Í sumar keypti Magnús Stephens Magnússon í Hallanda veiðihúsið á Stóra Ármóti fyrir 2 milljónir. Húsið verður fyrst um sinn áfram þar sem það er en það er við landamörk Stóra Ármóts og Hallanda. Því þarf að gera lóðarleigusamning.

 

Fleira ekki og fundi slitið. Sveinn Sigurmundsson


back to top