2. fundur 11. júní

Stjórnarfundur BSSL haldinn 11. júní 2020.

Á fundinn sem haldinn var í fundarsal Búnaðarsambandsins mættu Erlendur Ingvarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Kr. Eiríksson. formaður, Björn Helgi Snorrason og Helgi Eggertsson. Sveinn Sigurmundsson sat fundinn og ritaði fundargerð. Á fundinn mætti Ólafur Þór Þórarinsson þegar ársreikningar voru yfirfarnir.

  1. Reikningar lagðir fram og skýrðir.

Rekstrartekjur fyrirtækjanna með Stóra Ármóti er 309,7 milljónir sem er aukning frá fyrra ári úr 291 milljónum. Rekstrargjöld eru 306 milljónir og er því rekstrarhagnaður upp á 3,6 milljónir. Fjármunaliðir  skila 5,8 milljónum sem er  mun meira en á fyrra ári. Hagnaður með vaxtatekjum er því 9,5 milljónir króna en eftir skatta er hagnaðurinn 9,1 milljónir. Samkvæmt efnahagsreikningi með Stóra Ármóti er eigið fé 256,7 milljónir. Eignir eru alls 309 milljónir. Veltufjármunir eru 154,5 milljónir á móti 152,9 milljónum árið á undan. Eiginfjárhlutfall er 93 %.

Bændabókhaldið veltir 43,8 milljónum og er með 143 þús í hagnað.

Kynbótastöð ehf  er með veltu upp á 170,3 milljónir og hagnað upp á 4,7 milljónir króna sem er mikil breyting frá fyrra ári en þá var tapið tæpar 14 milljónir.

Búnaðarsambandið er með veltu sem nemur 61,5 milljónum og tap upp á 1,2 milljónir en þegar búið var að taka tillit til dótturfélags og skatta er hagnaður 9,1 milljónir.

Rekstrartekjur á Stóra Ármóti voru 63,2 milljónir en rekstrargjöld eru 58,9 milljónir og hagnaður 5,2 milljónir þegar búið er að taka tillit til skatta og fjármagnsliða.

Að loknum umræðum þar sem Sveinn og Ólafur skýrðu reikningana ennfrekar voru þeir undirritaðir.

  1. Aðalfundur.

Stefnt verður að því að halda aðalfund fyrir árið 2019 fimmtudaginn 27 ágúst í Hótel Selfoss. Stjórnin leggur ekki til breytingu á árgjaldi sem í dag er kr 6000,- á félaga en það er fundarins að ákveða það fyrir þetta ár. Kosið verður um 2 stjórnarmenn og  2 varamenn hans úr Árnessýslu.

  1. Fréttir af síðasta Búnaðarþingi.

Gunnar, Ragnar og Sveinn voru á síðasta Búnaðarþingi en þar var gerð hallarbylting eða skipt alveg um stjórn. Svo virðist sem búgreinafélögin og þeir sem töldu þörf á breytingum á formanni og stjórnarliðum hafi tekið höndum saman. Tillögur félagskerfisnefndar voru settar á ís en samþykkt að vinna að eftirfarandi;

  1. Ein öflug hagsmunasamtök fyrir landbúnaðinn.
  2. Bein aðild félagsmanna að BÍ með veltutengdu félagsgjaldi.
  3. Byggt á tveimur meginstoðum, bændum og landbúnaðartengdum fyrirtækjum.

 

4. Tillögur stjórnar BÍ um nýtt félagskerfi.

Til fundarins mætti Oddný Steina Valsdóttir varaformaður BÍ og lagði fram hugmyndir að breyttu og einfaldara félagskerfi en þar er m.a gert ráð fyrir því að félagspólitísku hlutverki búnaðarsambandanna sé að mestu lokið og að deildir búgreina sameinist Bændasamtökunum. Í tillögum Bændasamtakanna er óskað eftir athugasemdum aðildarfélaganna fyrir 30. júní. Stjórnin fól Sveini að gera drög að svarbréfi sem síðan yrði tekið fyrir af stjórn.

Fleira ekki og fundi slitið

Sveinn Sigurmundsson


back to top