Vinna hrútaskráarinnar á lokastigi

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna er nú lokastigi undirbúnings fyrir prentun. Áætlað er að hún komi út í næstu viku eða 17. nóvember n.k. Útgáfunnar er að venju beðið með mikilli eftirvæntingu og hefst dreifing skráarinnar um leið og prentun lýkur.
Skránni verður m.a. dreift á haustfundum sauðfjárræktarinnar sem fram fara um allt land núna seinni hluta nóvember.
Haustfundirnir hefjast strax að kvöldi 18. nóvember en hér á Suðurlandi verða þeir sem hér segir:

Miðvikudaginn 24. nóvember.
Smyrlabjörg…………………………………………… kl. 14:00
Hótel Kirkjubæjarklaustur……………………… kl. 20:00


Fimmtudaginn 25. nóvember.
Heimaland…………………………………………….. kl. 14:00
Þingborg………………………………………………… kl. 20:00

Þeir sem ekki hafa tök á að nálgast hrútaskrána á haustfundunum geta gert það á skrifstofum búnaðarsambandanna um allt land eða hjá Bændasamtökum Íslands.


back to top