Verðmyndun á landbúnaðarvörum

Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um verðmyndun á landbúnaðarvörum:
1. Hvernig skiptist verðmyndun á helstu tegundum landbúnaðarvara á árunum 2005 og 2006, annars vegar innlendra og hins vegar innfluttra, sundurliðað milli eftirfarandi þátta, bæði hlutfallslega og í krónum: 
   a. framleiðenda, 
   b. heildsöluálagningar, 
   c. smásöluálagningar, 
   d. opinberra gjalda? 
2. Ef framangreindar upplýsingar liggja ekki fyrir, telur ráðherra rétt að slíkar upplýsingar liggi fyrir, séu aðgengilegar og uppfærðar reglulega og er hann tilbúinn að beita sér sérstaklega fyrir því? 
3. Hafa Bændasamtökin óskað eftir því að í það verði ráðist að fá fram sundurgreindar upplýsingar um verðmyndun á landbúnaðarvörum? 
4. Telur ráðherra rétt að lögfest verði að hlutur bóndans í verði landbúnaðarvara verði sérstaklega skráður á þær vörur í verslunum?


back to top