Niðurstöður úr gróðursýnum 27. maí 2010

Greind hafa verið sýni sem tekin voru á völdum bæjum á öskufallssvæðinu 27. maí 2010. Flúorstyrkur í sýnnuum er mældur á Nýsköpunarmiðstöð Íslands af Hermanni Þórðarsyni og Helga Frímanni Magnússyni en undirbúningur sýna fer fram á Rannsóknastofunni á Hvanneyri af Elísabetu Axelsdóttur.


Samkvæmt niðurstöðunum er ekki ástæða til þess að óttast flúormengun í gróðri eins og staðan er. Þolmörk nautgripa og sauðfjár eru 30-40 mg/kg F þurrefnis og 70-100 mg/kg F þurrefnis hjá sauðfé. Öll sýnin eru vel undir þolmörkum sauðfjár, sýni á Raufarfelli er við þolmörk nautgripa og hrossa og eina sýnið sem er yfir þeim er frá Efstu-Grund. Það var hins vegar mjög lítið sýni og verður að taka niðurstöðum þess með fyrirvara.
Samkvæmt þessu er ekki ástæða til þess að halda búfénaði inni vegna hættu á flúoreitrun.



back to top