Vorfjárbók – leiðbeiningar

Leiðbeiningar við skráningu afdrifa fangs og færslu undirvaningslamba
Tekið saman af Sólrúnu Ólafsdóttur

 

Við færslu vorfjárbókar eru oft sömu atriðin sem klikkar á að skrá eða eru ekki skráð rétt. Það er tvennt sem mætti betur fara í mörgum vorfjárbókum, þ.e. að skrá alltaf AFDRIF FANGS og hvernig skuli skrá lamb sem vanið er undir aðra á.

 

Í vorfjárbók þarf alltaf að skrá AFDRIF FANGS. Þær ær sem ekkert er skráð við falla annars sjálfkrafa út úr vorfjárbókinni. Tölustafurinn 1 er settur í reitinn AFDRIF FANGS þegar ær bera lömbum. Ef ær er geld með sett 3 í reitinn og ef þær hafa látið þá er sett 2 í reitinn AFDRIF FANGS og ef fjöldi dauðra lamba er þekktur að þá á að setja fjöldatöluna í BURÐARREITINN. Ef gemlingur er hafður geldur er tölustafurinn 6 sett reitinn AFDRIF FANGS.

 

Lamb sem vanið er undir aðra á skal skrá hjá BLÓÐMÓÐUR. Ef lambið er fært hjá fósturmóðurinni sem hennar lamb verður hún sjálfkrafa móðir þess og sá hrútur sem var skráður í FANG hjá henni faðir lambsins, en ekki hinir raunverulegu foreldrar þess.

 

Þarf þar að leiðandi síðar meir að leiðrétta foreldra ásetningslamba sem er tímaferk vinna sem ekki þarf að sinna ef lömb eru rétt skráð í upphafi.

 

Ef ær er t.d. þrílembd eru skráðir 3 í BURÐ og síðan fært KYN, NÚMER LAMBA og LITUR á lömbin.
Ef eitt lambið hefur verið vanið undir heldur skráningin áfram hjá því og skal skrá 1 í ATBURÐIR (sem stendur fyrir VANIÐ UNDIR AÐRA Á) og þar fyrir aftan númer fósturmóður í reitinn FÓSTURMÓÐIR.

 

Hjá þeim ám sem vanið er undir skal skrá þeirra burð þó svo að hennar lamb/lömb hafi fæðst dauð, drepist í fæðingu eða misfarist á annan hátt. Skrá skal AFDRIF og BURÐ þeirra lamba sem hún missir og í reitinn AFDRIF VOR 2, 3 eða 4 eftir ástæðum þess að lamb hafi drepist.

 

Við útreikning á afurðastigi hjá fósturmóður kemur það lamb sem vanið er undir hana sjálfkrafa inn í afurðastig hennar er varðar MJÓLKURLAGNI.

 

Dæmi: Ærin 08-877 er þrílembd. Lamb nr. 80 er vanið undir á sem er númer 08-804. Sú ær hefur átt tvö lömb, en misst annað. Hennar lamb er nr. 79. Ganga því undir henni lömb nr. 79 og 80.

back to top