Kaup og sala á lifandi sauðfé

Skrá skal kaup og sölu lifandi sauðfjár í skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar og fylgir tilheyrandi eyðublað með lambabók.


Þeir sem skráðir eru í netskil (á fjarvis.is) gera þetta með eftirfarandi hætti:

a) við sölu á líflömbum skal seljandi velja hvaða lömb eru seld og hverjum er selt (kaupbú). Söludagsetning skal einnig koma fram. Þegar seljandi hefur skráð söluna þá fær kaupandi upp tengil á forsíðu þegar hann skráir sig inn í FJARVIS.IS. Þegar smellt hefur verið á þennan tengil þá færir kaupandi lömbin sem keypt voru yfir í listaglugga sem er hægra megin og skráir gripanúmer fyrir hvert lamb (þ.e. fullorðinsnúmer fyrir gripinn sem verður hluti af einkvæmu einstaklingsnúmeri). Rétt er að taka fram að lambanúmerið heldur sér frá sölubúi.



b) við sölu á fullorðnu fé skal seljandi velja hvaða gripir voru seldir, skrá kaupbú og dagsetningu sölu. Kaupandi fær tilkynningu um söluna með þeim hætti að tengill birtist á forsíðu hans þegar hann skráir sig inn í FJARVIS.IS. Kaupandi þarf nú að endurmerkja gripina í samræmi við 4.gr. reglugerðar 289/2005 um skyldumerkingar búfjár. Kaupandi gefur því hverjum keyptum grip nýtt gripanúmer og þá umnúmerar kerfið gripina með nýju einstaklingsnúmeri (eldra númer er geymt í gagnagrunni). Kaupandi tekur síðan úr eldra plötumerki og setur í nýtt merki í gripinn.

Þeir sem skrá kaup og sölu í lambabók þurfa að skrá sömu upplýsingar og merkja gripi á sambærilegan hátt og þeir sem eru í netskilum.


Fyrir þá sem eyðublaðið dugir ekki er hægt að ná sér í viðbótareyðublað með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Kaupa og sala á lifandi sauðfé

back to top