Viðmiðunarverð kindakjöts 2009

Landssamtök sauðfjárbænda gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti fyrir yfirstandandi ár. Samtökin hafa heimild til þess samkvæmt búvörulögum þrátt fyrir að ekki sé um opinbera verðlagningu að ræða.


Vegið meðalverð hækkar um 11% frá síðustu verðskrá sem gefin var út í apríl 2008. Samkvæmt henni verður meðalverð til bænda fyrir dilkakjöt tæpar 475 kr/kg (án vsk) í haust en rúmar 147 kr/kg fyrir kjöt af fullorðnu fé. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um tæp 15% frá útgáfu síðustu verðskrár en í ljósi erfiðrar stöðu á kjötmarkaði var ákveðið að ganga ekki lengra nú.


Mesta breytingin felst í því að ekki er lengur gefið út viðmiðunarverð fyrir dilkakjöt til útflutnings en bændur hafa fengið minna greitt fyrir það en kjöt á innanlandsmarkað. Útflutningsskylda á dilkakjöti er fallin niður en mun hagstæðara er nú að flytja út en þegar viðmiðunarverð var síðast gefið út vegna gengisfalls íslensku krónunnar. Hækkunin kemur að mestu fram í því að útflutningsverðið er hækkað upp í innanlandsverð en verðskráin fyrir kjöt á innanlandsmarkað hækkar aðeins rúm 2% frá fyrra ári.

Viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda fyrir árið 2009
     
Dilkakjöt kr/kg     


















































Flokkar

1


2


3


3+


4


5

E

520


520


501


455


346


322

U

519


517


501


455


343


315

R

482


496


469


393


315


306

O

424


471


414


380


229


229

P

379


379


229


229


229


229

   
    
Kjöt af fullorðnum gripum kr/kg


























































Flokkar

1


2


3


3+


4


5

VR



413



355


VP

182






VHR



78



47


VHP

56






FR



139



68


FP

60






   
Verðtaflan er gefin út af Landssamtökum sauðfjárbænda skv. heimild í 8.gr laga nr. 99/1993
Samtökin áskilja sér rétt til breytinga síðar á árinu ef aðstæður gefa tilefni til

back to top