Ekki munur á mjaltatíðni í mjaltaþjónum eftir kjarnfóðurgjöf






Í ísraelskri rannsókn fannst enginn munur á heimsóknatíðni í mjaltaþjóna (AMS) milli lítillar og mikillar kjarnfóðurgjafar í þjónunum. Kjarnfóðurát var að meðaltali 3,8 kg á dag við litla kjarnfóðurgjöf en 5,2 kg við „eðlilega“ kjarnfóðurgjöf“.

Bændur nota oft á tíðum kjarnfóður til þess að laða kýrnar til mjalta í mjaltaþjóna (AMS). Fleiri mjaltir þýða því aukna kjarnfóðurgjöf og þar með hlutfallslega mikla sterkju í fóðrinu á stuttum tíma. Þetta hefur áhrif á átlyst kúnna og getur virkað neikvætt á vambarstarfsemina. Meltanleiki NDF getur minnkað og fóðurupptaka og fóðurnýting getur minnkað í kjölfarið. Það er því æskilegt að kjarnfóður sé gefið í meira mæli í minni skömmtum með öðru fóðri (gróffóðri) og að kjarnfóðurgjöfin við mjaltir sé lágmörkuð.

Mjaltatíðni er í nánu samhengi við löngunina til þess að fara í mjaltaþjóninn. Kjarnfóðurgjöf og fóðursamsetning í mjaltaþjóninum ásamt orkuhlutdeildinni í grunnfóðrinu hefur áhrif á mjaltatíðnina. Skipulag fjóssins, gólfgerð, heilsufar kúnna, klaufhirðing og skapferli bóndans hafa einnig mikil áhrif.


Kjarnfóðurgjöf í mjaltaþjónum
Tilgangur ísraelsku rannsóknarinnar var að kanna hvort draga mætti úr kjarnfóðurgjöf í mjaltaþjónum án þess að drægi úr mjaltatíðni.


Í rannsókninni voru 100 kýr sem var skipt á tvo mjaltaþjóna. Hvorum hóp var svo skipt til helminga á mikla og litla kjarnfóðurgjöf:


Lítil kjarnfóðurgjöf; hámark 1,2 kg kjarnfóðurs á heimsókn í mjaltaþjón.


Mikil kjarnfóðurgjöf; hámark 7 kg kjarnfóðurs daglega með línulegri dreifingu (0,3 kg/klst). Línuleg dreifing þýðir að kjarnfóðurgjöfin eykst því lengra sem líður milli heimsókna þannig að t.d. kýr sem ekki hefur komið í mjaltir í 10 klst. fær (7/24)x10=2,9 kg kjarnfóðurs.


Þá telja höfundarnir að kýrnar eigi að fá a.m.k. 1 kg kjarnfóðurs í hverri heimsókn þannig að þær verði ekki pirraðar og ófúsar til þess að koma aftur. Við litla kjarnfóðurgjöf var því valin sú leið að gefa 1,2 kg að hámarki í heimsókn. Heildarkjarnfóðurgjöf á sólarhring er því í samhengi við fjölda mjalta á sólarhring.


Í báðum hópum var skömmtunarhraði 300 g kjarnfóðurs á mínútu. Einni mínútu eftir að mjólkurflæði stöðvaðist var opnað og kúnni hleypt út úr mjaltaþjóninum, óháð því hvort hún hefði fengið allan sinn kjarnfóðurskammt eða ekki.
Kýrnar voru valdar úr hópi 453 kúa sem á búinu eru og skipt í hópa með hliðsjón af heimsóknatíðni í mjaltaþjóninn. Starfsfólki fjóssins var ekki kunnugt um skiptingu kúnna í hópa. Milli 50 og 100 dagar voru frá burði hjá öllum kúnum þannig að þær höfðu vanist mjaltaþjóninum.


Á þriggja vikna undirbúningsskeiði fyrir tilraunina fengu allar kýrnar 4,5 kg kjarnfóðurs á dag í mjaltaþjóninum.


Fjósgerð, fóður og kýr
Skipulag fjóssins var þannig að að umferð kúnna milli átsvæðis og legubása var frjáls og kjarnfóðurgjöf notuð til að laða kýrnar í mjaltaþjóninn. Kýrnar gátu valið hvort þær færu í biðröð við mjaltaþjóninn eða slepptu mjöltum. Með öðrum orðum í fjósinu var frjáls umferð en ekki stýrð.


Nyt kúnna var að meðaltali um 11.000 kg á mjaltaskeiðinu. Ráðgerð nýting mjaltaþjónanna var 85% með að hámarki 4 kýr í biðröð eftir mjöltum. Hármarksmjaltatíðni var sett á fimm mjaltir á sólarhring.


Kjarnfóðrið var tilbúin blanda með háu hlutfalli korns, um 18% hráprótein og 4,4% hráfitu. Sama blanda var gefin í grunnfóðrinu óháð magni kjarnfóðurs í mjaltaþjóni. Grunnfóðrið var gefið eftir átlyst og samanstóð af ca. 2/3 kjarnfóður og 1/3 gróffóður á þurrefnisgrunni. Gróffóðrið var votverkaðar belgjurtir og hveitiheilsæði á belgjurta- og hveitiheyi. Nánari lýsingu á fóðursamsetningu er að sjá í ísraelsku greininni (sjá heimildir).


Niðurstöður og umræður
Við mikla kjarnfóðurgjöf fengu kýrnar eins og áður sagði allt að 7 kg kjarnfóðurs á dag meðan að kýrnar á lítilli kjarnfóðurgjöf fegnu að hámarki 1,2 kg í heimsókn í mjaltaþjón. Kýrnar á miklu kjarnfóðurgjöfinni breyttu strax um heimsóknatíðni og á innan við 15 dögum var kjarnfóðurát þeirra stöðugt og meira en hinna. Þær fóru einnig í mjaltir með jöfnu millibili yfir sólarhringinn. Kjarnfóðurát er sýnt í töflu 1. Þar sést glöggt að kýrnar á miklu kjarnfóðurgjöfinni fegnu 1,5 og 1,2 kg meira kjarnfóður í mjaltaþjónum A og B. Þær voru þó hvergi nærri því að éta 7 kg kjarnfóðurs á dag eins og hámarkið var.


Í töflu 2 má sjá mjaltatíðni hópanna í mjaltaþjónunum tveimur. Þar sést að enginn munur var á heimsóknatíðni eftir kjarnfóðurgjöf. Í báðum hópum var mjaltatíðnin 3,15 mjaltir á kú á dag. Ástæðan fyrir þessari háu mjaltatíðni og engum mun milli hópa kann að vera sú að grunnfóðrun beggja hópanna var eins.



Tafla 1. Kjarnfóðurát (kg á kú á dag) við tvenns konar kjarnfóðurgjöf




















































Daglegt kjarnfóðurát (kg á kú)



Upphaf


Lok


Aukning


Mjaltaþjónn A


 


 


 


Lítið kjarnfóður


3,3


3,7


0,4


Mikið kjarnfóður


3,5


5,2


1,7


Mismunur (mikið–lítið)


 


1,5


 


Mjaltaþjónn B


 


 


 


Lítið kjarnfóður


3,6


4,0


0,4


Mikið kjarnfóður


3,6


5,2


1,6


Mismunur (mikið–lítið)


 


1,2


 



Tafla 2. Mjaltatíðni á dag við tvenns konar kjarnfóðurgjöf











































Fjöldi mjalta (á kú á dag)



Upphaf


Lok


Aukning


Mjaltaþjónn A


 


 


 


Lítið kjarnfóður


2,8


3,0


0,3


Mikið kjarnfóður


2,9


3,1


0,2


Mjaltaþjónn B


 


 


 


Lítið kjarnfóður


3,3


3,3


0,0


Mikið kjarnfóður


3,2


3,2


0,0




Þessi tilraun sýnir að vel er hægt að minnka kjarnfóðurgjöf í mjaltaþjónum án þess að úr mjaltatíðni dragi. Það eitt og sér minnkar tímann sem kýrnar dvelja í þjóninum þar sem kjarnfóðurátið tefur ekki kýrnar í mjaltaþjóninum eftir að mjöltum er lokið. Þannig á að vera hægt að auka nýtingu þjónsins umtalsvert. Hins vegar gerir það kröfu um að annað hvort noti menn heilfóðrun eða að kjarnfóðurgjöf í kjarnfóðurbásum fari fram samhliða kjarnfóðurgjöf í mjaltaþjóninum. Hins vegar kunna kjarnfóðurbásar að virka neikvætt á mjaltatíðni þannig að erfiðara er að laða kýrnar í mjaltir eigi þær kost á kjarnfóðri annars staðar. Þar verður að vanda vel til stillinga og spurning hvort stýrð umferð eigi rétt á sér í sllíkum tilvikum.


Þýtt og endursagt af Guðmundi Jóhannessyni úr KvægInfo nr. 1538, Sammenligning af to kraftfoderstrategier i AMS eftir Jens Møller, Afd. for Specialviden, Dansk Kvæg, e-mail: jem@landscentret.dk, http://www.lr.dk/kvaeg/informationsserier/lk-meddelelser/1538.htm

Heimild:
Halachmi I., Ofir S. and Miron J. 2005. Comparing two concentrate allowances in an automatic milking system. Animal Science 2005, 80: p. 339-343. British Society of Animal Science.

back to top