Kostnaðaráætlanir

Búnaðarsamband Suðurlands tekur að sér að gera kostnaðaráætlanir vegna framkvæmda á býlum, hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða viðhald/endurbætur á eldra húsnæði.
Oft getur verið flókið að áætla kostnað við framkvæmdir og þá sérstaklega endurbætur. Vinnuliðurinn er oft óljós og ýmislegt óvænt getur komið upp á framkvæmdatímanum. BSSL hefur sérfræðiþekkingu á þessu sviði og við mætum á staðinn skoðum aðstæður og vinnum síðan kostnaðaráætlun út frá því.

BSSL hefur um árabil unnið kostnaðaráætlanir fyrir bændur sem hyggja á framkvæmdir. Mjög mikilvægt er að vanda til þessara áætlana til þess að lenda ekki í fjárþröng eftir að framkvæmdum lýkur.

back to top