Endurfjármögnun í erlendri mynt


Endurfjármögnun í erlendri mynt


Endurfjármögnun með erlendu láni er í umræðunni núna og margir eru að velta fyrir sér að endurfjármagna hluta eða allan sinn skuldapakka í myntkörfu. Ráðgjöf varðandi erlend lán til birtingar getur bara verið almenns eðlis og þá er tekið tillit til stöðu og framtíðahorfa í efnahags og gengismálum.


Við ítarlegri ráðgjöf verður hvert tilvik að skoðast fyrir sig því aðstæður eru víða mjög ólíkar, svo sem tekjustreymi, greiðslugeta,  núverandi vaxtakjör, greiðslubyrði, veðhæfni o.s.f.


Við samanburð á innlendum og erlendum lánum eru margir margir óvissuþættir svo sem vextir og verðbólga hérlendis og liborvextir og gengi erlendra mynta. Það er almennt talið að liborvextir séu í lægri kantinum og eins og allir vita er íslenska krónan gríðarlega sterk gagnvart öðrum myntum. Einnig spá bankar því að gengið haldist sterkt út næsta ár en úr því gæti það farið að veikjast. Allavega á meðan þensla er í þjóðfélaginu og miklar virkjana/ álversframkvæmdir eru líkur á því að gengið haldist sterkt. Þó má ekki gleyma því að hátt gengi krónunar tengist að hluta til hárri verðbólgu og /eða öfugt.


Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um erlent lán þarf að huga að eftirfarandi þáttum:


  1. Því fjölbreyttari sem karfan er (fleiri myntir) því betra. Besta karfan er sú samsetning sem er líkust gengisvoginni. Gengisvogin endurspeglar þær myntir efnahagssvæða sem Ísland hefur haft mest viðskipti við undangengið ár.
  2. Einnig verður að gæta þess (sérstaklega núna þegar gengið er svona hátt) að lánstíminn sé ekki of stuttur. Gengisþróun er í sveiflum og núna er ekki útlit fyrir annað en að gengið slakni (bara spurning hvenær) og þá er fremur óhagstætt að að borga lánið upp þegar gengið fer loks að stíga upp aftur.

Eftirfarandi líkan hefur verið sett upp til þess að skoða samanburð á innlendu verðtryggðu láni og myntkörfuláni með álagi banka.  Það verður að gefa sér ákveðnar forsendur í upphafi en með aðstoð excel töflureiknis er hægt að skoða niðurstöður með því að breyta forsendum:















Forsendur innlent lán: Forsendur erlent lán:
Lánstími 20 ár Lánstími 20 ár
Libor vextir 3% Vaxtakjör 4,75%
Álag banka 1,8 % Verðbætur 4 %

Dæmi 1.
Gengissig 5 % á ári fyrstu 10 ár lánsins og síðan viðsnúningur með 5% styrkingu næstu 10 árin. Eins og sjá má á mynd 1 er heildarendurgreiðsla á innlenda láninu að gefnum forsendum 19.188.000. Samtals greitt í vexti og verðbætur 9.188.000. Af erlenda láninu er heildarendurgreiðsla 19.363.000 að því gefnu að gengið falli um 5% á ári fyrstu 10 árin en taki þá að styrkjast um 5% á ári til loka láns. Ef þessar forsendur halda það er að segja verðbólga og gengissveiflan  er heildarendurgreiðsla 176 þúsund krónum hærri á erlenda láninu.




Dæmi 2.

Ef skoðað er svo annað dæmi um alveg eins og hið fyrra nema að gengið fellur um 20 % á ári 2, 10% á ári 3, og 10% á ári 4, en á ári 13 fer gengi að stíga aftur um 5% á ári út lánstímann og endar í sama stigi og þegar lánið var tekið.



Á mynd 2 má sjá að gengisfall á fyrstu árum lánstíma hefur mun meiri áhrif á heildargreiðslubyrði en jafnt gengissig.  Heildarendurgreiðsla af erlenda láninu er 487 þúsundum hærri en af innlenda láninu.


Niðurstöður
Við túlkun á þessum niðurstöðum að þessum gefnu forsendum miðað við ástand efnahagsmála og gengisþróunnar í dag væri hægt að álykta að það væri skynsamlegt að bíða með erlendar lántökur allavega á meðan krónan er jafn sterk og raun ber vitni. Spár gera ráð fyrir því að krónan haldist sterk út næsta ár en fari þá að gefa eftir. Strax þá væri vænlegra að taka erlent lán heldur en núna. Einnig ber að hafa í huga að libor vextir eru breytilegir en hægt að velja á milli 3 til 12 mánaða vaxta en 12 mánaða vextirnir eru alltaf aðeins hærri en 3 mánaða vextirnir. 


Líklegt er að ef  slaknar á gengi krónunar hefur verðlag tilhneigingu til að hækka eins sést á mynd 3.




Endurfjármögnun lána verður að vera vel ígrunduð og ákvarðanir teknar að ákveðnum forsendum gefnum og hvetur Viðskiptaþjónusta Búnaðarsambands Suðurlands þá að hafa samband  sem vilja láta skoða eða lesa yfir tilboð í endurfjármögnun.

Valdimar Bjarnason

back to top