Ungir bændur taka undir með LK varðandi viðskipti með greiðslumark

Stjórn Samtaka ungra bænda fagnar mjög ályktun frá aðalfundi LK sem lýtur að því að koma á sameiginlegum tilboðsmarkaði fyrir viðskipti með greiðslumark í mjólk ekki síðar en kvótaárið 2011. Það gríðarlega háa verð sem verið hefur á greiðslumarki hefur verið greininni dýrt auk þess sem það hefur hamlað mjög nýliðun í greininni. Einnig er mjög mikilvægt að allt greiðslumark komi á markað nú þegar að mikil hætta er á að bankastofnanir eignist bú skuldsettra bænda og geti farið að ráðstafa greiðslumarki útúr bönkunum líkt og öðrum eignum án auglýsingar eins og dæmin sanna.

Virðingarfyllst,
Helgi Haukur Hauksson
Formaður Samtaka ungra bænda
Straumi 701 Egilsstaðir
S:865-1717
helgi@isbu.is


back to top