Ungi bóndi ársins 2013

Ungi bóndi ársins 2013 var haldinn 17. ágúst í tengslum við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti.  Hlutskarpastur í einstaklingskeppninni var Ágúst Helgi Sigurðsson, Sóleyjarbakka, en hann var líka í liði sunnlendinga sem vann liðakeppnina.  Lið sunnlendinga var skipað auk Ágústs þau Haraldur Ívar Guðmundsson, Reykhóli, Jón Hjalti Eiríksson, Gígjarhólskoti og Bryndís Eva Óskarsdóttir, Háholti.

Keppnin í ár var sú fimmta í röðinni og sú fyrsta á Suðurlandi.  Liðin þurftu að keppa í hraðabraut sem fól m.a. í sér hopp og skrið undir rafmagnsgirðingu, að þræða sláturnál og kasta skeifum. Einnig reyndi á samvinnu liðanna í rúlluveltu og um kvöldið var keppt í barsvari með sveitatengdum spurningum.  Veglegir vinningar voru í boði frá fjölmörgum fyrirtækum. Nánar um keppnina og myndir á ungurbondi.is

Ungi bóndi ársins 2013, Ágúst Helgi Sigurðsson að kasta skeifum.

Ungi bóndi ársins 2013, Ágúst Helgi Sigurðsson að kasta skeifum.


back to top