Umsóknareyðublað um bústofnskaupastyrki til frumbýlinga

Komið er á vefinn umsóknareyðublað um bústofnskaupastyrki til frumbýlinga í sauðfjárrækt sem úthlutað verður skv. gildandi sauðfjársamningi, fyrst í apríl næstkomandi. Styrknum verður úthlutað til bústofnskaupa, bæði til frumbýlinga og við ættliðaskipti á bújörðum.

Samkvæmt samningnum er úthlutað 35 milljónum króna á hverju ári samningstímans til að auðvelda nýliðun í sauðfjárrækt.  Stjórn Bændasamtakanna samþykkti á síðasta ári verklagsreglur um hvernig beri að úthluta þessum styrkjum og þær hafa nú öðlast formlegt gildi með staðfestingu ráðherra. Þeir sem telja sig eiga rétt á styrkjum skv. þessum reglum eru hvattir til að kynna sér þær vel.  Sækja ber um til Bændasamtaka Íslands fyrir 1. mars næstkomandi.

Hægt er nálgast umsóknareyðublað með því að smella hér og kynna sér verklagsreglur Bændasamtakanna við úthlutun með því að smella hér.


back to top