Töluvert flóð í Svaðbælisá

Töluverðir vatnavextir hafa verið í Svaðbælisá í morgun og náði Vatn að flæða yfir varnargarða sem reistir voru í nótt til að sporna gegn því það flæddi yfir tún á svæðinu. Litlu mátti muna að það flæddi yfir þjóðveginn en ræsi undir hann höfðu ekki undan.

„Þetta er svo gígantískt mál að það er engu lagi líkt,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í viðtali við mbl.is. Hann segir að mikið grugg og mikill leir sé í flóðinu og að það hafi borist yfir ræktað land.


back to top