Niðurstöður heysýna 2009

Heysýni sumarsins sýndu að almennt var orka túngrasanna komin undir þau gildi sem ásættanleg þykja til mjólkurframleiðslu upp úr 20. júní eða 2-3 dögum fyrr en árið 2008. Uppskerumagnið var almennt ágætt. Sauðfjár- og hrossabændur slógu á nokkuð eðlilegum tíma miðað við sínar aðstæður en eðli málsins samkvæmt tefur vorbeit fyrir slætti þar sem fé er í heimahögum.
Líkt og undanfarin ár er mikill meirihluti heyfengs bænda geymdur í plasthjúpuðum rúlluböggum eða ferböggum eða vel yfir 90%. Síðustu misseri hafa nokkrir kúabændur hins vegar þreifað sig áfram með verkun votheys í flatgryfjum eða útistæðum og hélt sú þróun áfram í ár. Eru það einkum þeir bændur sem fóðra kýr sínar á heilfóðri en það gróffóður sem í heilfóðrið fer þarf að saxa og því um að gera að saxa það strax við hirðingu. Er hagkvæmni þessarar heyverkunaraðferðar einkum bundin við nýtingu verktaka og eykst hagkvæmni þessarar verkunaraðferðar með aukinni bústærð og auknu heymagni.
Alls bárust niðurstöður úr um 500 heysýnum (hirðingarsýnum) af Suðurlandi frá liðnu sumri. Flest sýnin eru úr 1. slætti og meirihlutinn tekinn í júnímánuði. Niðurstöður má sjá í töflu 1. Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá árunum 2008 og 2007. Þess skal getið að sýnin eru í öllum tikvikum bæði úr 1. og 2. slætti en án grænfóðurs. Þurrefni fóðursins lækkar milli ára, sérstaklega er 1.sláttur þurrefnisrýrari en árið áður. Í eftirfarandi töflu koma upplýsingar um niðurstöður úr fyrstu 386 sýnum ársins 2009.








































Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein

2009


2008


2007

Fjöldi sýna

386


516


611

Þurrefni %

51


58


57

Orkugildi (Fem/kg þe.)

0,80


0,81


0,80

Heildarprót., g/kg þe.

143


160


155

AAT, g/kg þe.

69


73


73

PBV, g/kg þe.

25


33


29



Athyglisvert er að skoða steinefnatölur frá liðnu sumri í heysýnunum og bera þær tölur saman við árið á undan og árið 2007. Allar tölur eru miðaðar við grömm í kílói þurrefnis (g/kg þe.)




































Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum

2009


2008


2007

Calsíum  (Ca) g/kg þe.

 3,3


 3,6


3,4

Fosfór (P) g/kg þe.

2,9


3,1


3,0

Magnesíum (Mg) g/kg þe.

  2,0


2,2


2,1

Kalí (K) g/kg þe.

18


19


18

Natríum (Na) g/kg þe.

1,1


1,2


1,1



Þarna kemur fram frekar nokkur munur á tölugildum milli ára. Calsíuminnihald heyjanna lækkar milli ára svo og fosfór (P) og magnesíum (Mg), hlutföll milli efna eru að mestu óbreytt.


Þegar farið er að rýna frekar í tölurnar má lesa nokkuð afgerandi niðurstöðu varðandi þróun orkugildis og próteins í 1. slætti, miðað er við 353 sýni úr 1. slætti 2009. Nánar má sjá þetta samband á eftirfarandi myndritum.



Mynd 1. Samband sláttutíma og orkugildis.
 


Mynd 2. Samband sláttutíma og heildarpróteins.
 


Eins og alkunnugt er fellur orku- og próteingildi grasa með auknum þroska. Í svokallaðri alhliða góðri töðu sem ætlað er sem framleiðslufóður er miðað við að orkan sé 0,8 FEm/kg þe. en heildarprótein um 150 g/kg þe. Sumarið 2009 hefur algengast verið samkvæmt hirðingarsýnunum að grös hafi farið niður fyrir viðmiðunargildi í orkugildi um 25. júní en breytileikinn er vissulega allnokkur. Enn frekari breytileika má sjá í próteingildum og þar er meðaltalsgildið komið niður í um 150 g í kg þurrefnis strax upp úr 20. júní. Líklegar skýringar á þessum aukna breytileika í próteingildum er að spretta fór mjög snemma af stað á liðnu ári og fóðurgildi fallið því fyrr en menn töldu og hins vegar hefur hluti bænda dregið um of úr áburðarkaupum. Hafa ber í huga að sífellt fleiri kúabændur láta ákveðinn hluta túna spretta meira en sem nemur skriði vallarfoxgras með það að markmiði að afla sérstaks geldstöðufóðurs fyrir kýrnar. Er líklegt að nokkur hluti sýna sem koma eftir miðjan júlí séu af slíku fóðri. Öflun geldstöðuheyja er mjög af hinu góða en hefur óneitanlega áhrif á meðalfóðurgildi heyja úr 1.slætti eins og það er sett fram hér.


Þegar litið er á samanburð efnagreininga á 1. slætti, 2. slætti og grænfóðri koma eftirfarandi niðurstöður fram sumarið 2009













































Tafla 3. Niðurstöður ársins 2009. Fjöldi sýna, orku- og próteingildi
Tegund

Fjöldi


Meltanleiki


Fem/kg


Prótein


AAT


PBV

1.sláttur

 353


70


0,80


142


69


22


2.sláttur


33


69


0,78


159


73


32

Meðaltal 1.sl+2.sl

 


70


0,80


143


69


25

Grænfóður

11


73


0,84


171


74


43


 


Þarna er orkugildi í 1. og 2. aðeins mismunandi og orkugildi lægra að meðaltali í 2. slætti en meðalgildi próteins er nokkru hærra í hánni.
 














































Tafla 4. Niðurstöður ársins 2009. Steinefnatölur og þurrefni

Tegund

Ca


P


Mg


K


Na


Þurrefni

1.sláttur

3,2


2,9


1,9


18


1,1


50

2.sláttur

 4,4


2,8


2,6


16


1,3


60

Meðaltal 1.sl+2.sl

3,3


2,9


2,0


18


1,1


51

Grænfóður

 4,4


 2,7


2,3


18


6,9


34


            
Eins og reynslan hefur áður kennt er uppskera úr 2. slætti steinefnaríkari en úr 1. slætti. Athygli vekur að uppskera háarinnar er að jafnaði mun þurrefnisríkari en 1. sláttur. Sýni úr grænfóðri eru óvanalega þurr. Skýringin þar liggur í því að meirihluti þeirra sýna er úr rýgresi sem auðveldara er að þurrka en jurtir af krossblómaætt.

back to top