Niðurstöður heysýna 2003

Alls bárust vel á áttunda hundrað heysýna frá sunnlenskum bændum til efnagreiningar frá liðnu sumri. Mikill meirihluti er úr 1.slætti og meirihlutinn frá júnímánuði. Niðurstöður efnagreininga sýnanna eru í heild mun lakari en árið á undan (2002) en það ár voru niðurstöður með afbrigðum góðar. Við skoðun á niðurstöðum má sjá að meltanleiki fóðursins fellur mun fyrr en undanfarin ár og má nefna sem dæmi að strax upp úr 20.júní er orkugildi komið að meðaltali niður fyrir 0,8 FFe/kg þurrefnis. Niðurstöður má sjá í töflu 1.  Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá árinu 2002 og viðmiðunargildi fyrir orku og prótein. Þetta eru sýni úr 1. og 2.slætti en án grænfóðurs.








































Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein


2003



2002


Viðmiðunar
-gildi

Fjöldi sýna

567


826


 

Þurrefni %

57


58


 

Orkugildi (Fem/kg þe.)

0,79


0,82


0,80

Heildarprótein, g/kg þe.

153


174


150

AAT, g/kg þe.

72


75


85

PBV, g/kg þe.

28


44


1


Þess skal getið að allmörg sýni vantar í heildaruppgjör vegna þess m.a. að upplýsingar vantar um sláttutíma og eins komu niðurstöður einstakra sýna of seint til að þau kæmust í uppgjör.
Töluverður munur er milli ára í orku- og próteingildum  eins og sést á töflunni, allmörg ár eru síðan meðaltalstölur hafa verið svo lélegar sem raun ber vitni. Ljóst er að sprettuferill grasanna síðasta sumar hefur verið annar en oftast áður og fóðurgildi fallið  fyrr en áður.


Niðurstöður varðandi steinefnainnihald heyjanna má sjá í töflu 2. Allar tölur eru miðaðar við grömm í kílói þurrefnis  (g/kg þe).



































Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum


2003



2002


Viðmiðunar-
gildi

Kalsíum (Ca) g/kg þe.

3,3


3,5


4,0

Fosfór (P) g/kg þe.

3,3


3,5


3,0

Magnesíum (Mg) g/kg þe.

2,1


2,3


2,1

Kalí (K) g/kg þe.

19


21


18

Natríum (Na) g/kg þe.

1,0


1,1


1,4


Steinefnatölur eru heldur lægri en árið  á undan enn þá voru þær óvanalega háar. Enn er kalítalan heldur yfir því sem miðað er við og því ástæða til að skoða sérstaklega áburðargjöf á kalí, ekki síst þar sem ýmislegt bendir til að of hátt kalíhlutfall í fóðri hafi  enn meira að segja um fóðrun og heilsufar nautgripa en áður var talið.


Runólfur Sigursveinsson

back to top