Niðurstöður heysýna 2002

Alls bárust niðurstöður 845 heysýna (hirðingarsýna) á árinu 2002 á Suðurlandi. Mikill meirihluti er úr 1.slætti og meirihlutinn tekinn í júnímánuði. Niðurstöður bera það með sér að orkugildi hefur sjaldan verið betra en eftir síðastliðið sumar en jafnframt eru próteingildi nokkuð frábrugðin frá fyrra ári. Niðurstöður má sjá í töflu 1. Þar eru einnig gefnar meðaltalstölur frá árinu 2001 og viðmiðunargildi fyrir orku og próteingildi. Þetta eru sýni bæði úr 1.og 2.slætti en án grænfóðurs.



































Tafla 1. Fjöldi sýna, þurrefni, orka og prótein
  2001 2002 Viðmið
Fjöldi sýna 826 820  
Orkugildi, Fem/kg þe. 0,82 0,80 0,80
Heildarprótein, g/kg þe. 174 147 150
AAT, g/kg þe. 75 74 85
PBV, g/kg þe. 44 19 1


Þurrefni er svipað milli ára en heildarprótein mun hærra en sést hefur undanfarin ár enda er töluvert af sýnum tekið um miðjan júní í mikilli sprettu og um mánaðarmót júní/júlí má sjá að orkugildi er allvíða tekið að falla.

Athyglivert er að skoða steinefnatölur frá liðnu sumri í heysýnunum og bera þær tölur saman við árið á undan og einnig viðmiðunargildi. Allar tölur eru miðaðar við grömm í kílói þurrefnis (g/kg þe.)



































Tafla 2. Steinefnatölur í heysýnum
  2001 2002 Viðmið
Kalsíum (Ca), g/kg þe. 3,5 3,4 4,0
Fosfór (P), g/kg þe. 3,5 3,0 3,0
Magnesíum (Mg), g/kg þe. 2,3 1,9 2,1
Kalí (K), g/kg þe. 21 17 18
Natríum (Na), g/kg þe. 1,1 0,9 1,4


Þarna kemur fram verulegur munur á tölugildum milli ára. Mjög sérstakt er að sjá svona steinefnatölur eins og fram koma frá liðnu sumri þegar tekið er tillit til mæligilda frá árinu áður svo og að sýnin eru tekin að jafnaði 7-10 dögum fyrr en árið 2001. Ekkert bendir til þess að um skekkjur í efnagreiningu sé að ræða, heldur einfaldlega að sprettuferillinn hafi verið með þeim hætti að upptaka grasanna af steinefnum hafi verið eins og best verður á kosið.
Ljóst er þó að magn kalís (K) í fóðri er víða of hátt og getur hamlað nýtingu m.a. á kalsíum (Ca) og magnesíum (Mg) í fóðri.

Nánari upplýsingar gefur Runólfur Sigursveinsson, rs@bssl.is

back to top