Jarðvegssýni 2011

Á haustin er rétti tíminn fyrir bændur að taka jarðvegssýni úr túnum og ökrum og senda til efnagreiningar. Niðurstöður jarðvegsefnagreininga gefa góðar upplýsingar um sýrustig jarðvegs og steinefnainnihald sem eru mikilvægar forsendur fyrir áburðaráætlun komandi sumars. Hins vegar er betra að taka heysýni til að meta fosfór (P) og kalí (K) því þá sjáum við hvað plantan er að taka upp í raun. Hægt er að fá sérstakan heysýnabor hjá Búnaðarsambandi Suðurlands til þessa verks.
Búnaðarsamband Suðurlands hvetur bændur í ákveðnum búnaðarfélögum á sambandssvæðinu til að taka jarðvegssýni en að sjálfsögðu er bændum og öðrum landeigendum frjálst að taka jarðvegssýni þess utan.


Framkvæmd verður svipuð og síðustu ár. Bændur taka sýni sjálfir samkvæmt leiðbeiningum en umsjón, skiplag og ráðgjöf verður í höndum Margrétar á BSSL. Sýni verða send til efnagreiningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og kostar efnagreiningin og túlkun á niðurstöðum fyrir bændur (gr.búnaðargj.) 5.500 án vsk. á hvert sýni en aðrir greiða 7.000 kr án vsk.. Best er að taka sýnin á haustin frá september og fram að frostum. Tilgangslítið er að taka jarðvegssýni úr þeim túnum sem búfjáráburður hefur verið dreift á síðar hluta sumars eða í haust.


Jarðvegssýnaborum ásamt pokum og öðrum fylgigögnum hefur verið komið til formanna viðkomandi búnaðarfélaga og geta bændur nálgast þá þar. Bændur og aðrir landeigendur geta fengið jarðvegssýnabor og önnur fylgigögn á skrifstofu Búnaðarsambandsins á Selfossi eða haft samband við Margréti í síma 480-1809, tölvupóstur margret@bssl.is til að fá þá senda til sín.


Bændur í eftirtöldum búnaðarfélögum eru hvattir til að taka jarðvegssýni í haust:



























Búnaðarfélag:

Hafið samband við:

Sími:

Dyrhólahreppur

Sigurjón Eyjólfsson, Eystri Pétursey

487-1329

Hvammshreppur

Ólafur Þ. Gunnarsson, Giljum

487-1369

Holtahreppur

Daníel Magnússon, Akbraut

487-6562

Landsveit

Hannes Ólafsson, Austvaðsholti

487-6597

Hrunamannahreppur

Aðalsteinn Þorgeirsson, Hrafnkelsstöðum

486-6605

 


 

back to top