Vilji og geðslag

Vilji og geðslag
9,5-10
-Fjörviljugur, glaður og kjarkaður en frábærlega þjáll og leitast sífellt eftir því að gera knapa sínum til geðs.

9,0
-Ásækinn í vilja og þjáll en ekki fjörugur.
-Fjörviljugur en einungis meðalþjáll.
-Sýnir frábæran og hnökralausan samstarfsvilja í hvívetna en ekki fjörugur.

8,5
-Mjög þjáll en ekki mikið ásækinn.
-Ásækinn í vilja en einungis meðalþjáll.

8,0
-Reiðvilji.
-Ásækinn í vilja en óþjáll.

7,5
-Þægð en framtaksleysi.
-Spennuvilji.
-Reiðvilji en viðkvæmni eða einbeitingarleysi.

7,0
-Viljaleysi.
-Kergjuvottur.
-Taugaveiklun.

6,5 og lægra
-Kergja.
-Mikil leti og deyfð.
-Mikið ofríki (rokur).

back to top