Bak og lend

9,5 – 10:
-Einstök úrvalsgerð yfirlínu: Bakið er mjúkt og fjaðurmagnað, hæfilega langt, vel breitt og vöðvað. Hrygglínan er mjúk aftur í krossbein. Lendin er fögur, löng, hæfilega brött, jafnvaxin, fyllt, lærin eru löng og hafa mikla og djúpa vöðvafyllingu. Taglið er fagurlega sett.


9,0:
-Mjög vel sköpuð yfirlína.
-Sérlega vel skapað bak eða lend getur vegið upp fremur gott sköpulag hins líkamshlutans ef samskeyti baks og lendar eru vel gerð.

8,5:
-Vel sköpuð yfirlína.
-Sérlega vel skapað bak eða lend getur vegið upp þokkalegt sköpulag hins líkamshlutans ef samskeyti baks og lendar eru góð.

8,0:
-Fremur gott sköpulag yfirlínunnar.
-Vel skapað bak; mjúkt, breitt og vel vöðvað, góð samskeyti baks og lendar. Lendin er þokkalega gerð en hvergi góð.
-Þokkalega gert bak; ekki mjög hart, söðulbakað, né stífleiki í spjaldi. Vel sköpuð lend; löng, hæfilega brött, jafnvaxin og fyllt.

7,5:
-Þokkalegt sköpulag baks, lendar og samskeyta þeirra en hvergi gott (þokkalega gerð yfirlína).
-Gott sköpulag baks og lendar getur náð að vinna upp nokkur lýti á yfirlínunni.

7,0:
-Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra en hér er ekki um eins alvarlega galla að ræða.

6,5 og lægra:
-Kryppa í baki eða spjaldhrygg.
-Mjög mikið söðulbak.
-Mjög gölluð samskeyti baks og lendar.
-Mjög stutt bak eða mjög langt.
-Mjög mjótt bak, illa vöðvað.
-Mjög afturdregin lend.
-Afar grófgerð lend.
-Mjög stutt, grunn, flöt eða þúfulaga lend.
-Mjög framhallandi bak.

Við einkunnagjöf skal taka tillit til fjölda lýta og hversu stórfelld þau eru, sbr. fyrr.

back to top