Þú sem átt kindur!

Finnst þér að áhugamál þitt / atvinna njóti lítils skilnings og að félagar þínir í sauðfjárrækt séu fáir? Ert þú vondaufur um framtíðina eða hyggst þú sækja fram?

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu er að leita að þér, því nú leitum við félaga, gamalla og nýrra, sem vilja skapa tengsl og samstöðu meðal sauðfjárbænda, efla sauðfjárrækt og láta sig varða kjara- og markaðsmál.

Félagið er opið öllum sauðfjáreigendum í Árnessýslu. Félagar með fulla aðild geta þeir orðið sem reka sauðfjárbú á lögbýlum og eiga a.m.k. 50 kindur á vetrarfóðrum. Aðrir sauðfjáreigendur geta gerst aukafélagar með tillögurétti og málfrelsi. Félagið er aðili að Landssamtökum sauðfjárbænda og Búnaðarsambandi Suðurlands.

Nánari upplýsingar um félagsskap sauðfjárbænda má finna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda, www.saudfe.is eða hjá okkur: Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ. Björn Snorrason, Björk. Kjartan Lárusson,  Austurey.

Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu boðar til aðalfundar mánudagskvöldið 17. mars að Þingborg í Flóa, klukkan 20.30. Unnsteinn Snorrason bútækniráðunautur Bændasamtaka Íslands kemur á fundinn og fjallar um fjárhúsbyggingar. Kaffiveitingar að hætti hússins. Komið og kynnið ykkur málin. Allir velkomnir.

Stjórnin.


back to top