Syðri-Gegnishólar ræktunarbú ársins 2010

S.l. laugardag fór fram ráðstefnan „Hrossarækt 2010“ í Bændahöllinni í Reykjavík. Á ráðstefnunni var m.a. veitt viðurkenning fyrir ræktunarbú ársins úr hópi 14 tilnefndra búa. Eftirtalin bú voru tilnefnd:


Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.
Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir.
Árgerði, Magni Kjartansson.

Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson og Anna Dóra Markúsdóttir.
Efri-Rauðilækur, Baldvin Ari Guðlaugsson, Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir.
Flugumýri 2, Páll Bjarki Pálsson og Eyrún Anna Sigurðardóttir.
Hólar í Hjaltadal. Háskólinn á Hólum.
Hvoll, Ólafur Hafsteinn Ólafsson og Margré Sigurlaug Stefánsdóttir.
Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.
Kvistir, Kristjón Kristjánsson og Günter Weber.
Prestsbær, Inga og Ingar Jensen.
Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir.
Ytra-Dalsgerði, Hugi Kristinsson og Kristinn Hugason.
Þjóðólfshagi 1, Sigurður Sigurðarson og Sigríður Anna Þórðardóttir.


Fyrir valinu varð ræktunin Ketilsstaðir/Selfoss/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble.
Þau Bergur og Olil reka öflugt ræktunarbú á Syðri-Gegnishólum í dag og var mikill fjöldi hrossa úr ræktun þeirra sýndur á þessu ári með glæsilegri útkomu. Frá Bergi og Olil voru sýnd 19 hross, meðaleinkunn sýndra hrossa er 8,08 og meðalaldurinn er býsna lágur eða aðeins 5,2 ár, ekkert hross eldra en 7 vetra.
Þau hafa byggt upp glæsilega aðstöðu utan um starfsemina í Syðri–Gegnishólum en áður voru þau staðsett á Selfossi.

Hrossaræktarsamtök Suðurlands óska Bergi og Olil til hamingju með þennan glæsilega árangur.


back to top