Sunnlensk kúabú 2007

Á Búnaðarsambandi Suðurlands er nú unnið að árlegu yfirliti yfir fjölda og stærð kúabúa á starfssvæðinu. Um verðlagsáramót eru alls 268 fjós í framleiðslu á starfssvæði BSSL en í 9 af þessum fjósum eru tveir greiðslumarkshafar. Greiðslumarkshafar á svæðinu eru því 277 nú um stundir.

Skipting milli sýslna er eftirarandi:
A.- Skaftafellssýsla: 13 fjós með 1.585.568 lítra greiðslumark
V.- Skaftafellssýsla: 42 fjós með 3.737.094 lítra greiðslumark
Rangárvallasýsla: 97 fjós með 17.401.078 lítra greiðslumark
Árnessýsla: 116 fjós með 22.744.849 lítra greiðslumark
ALLS: 268 fjós með 45.468.589 lítra greiðslumark

Heildargreiðslumark á landsvísu verðlagsárið 2007-2008 verður 117 milljónir lítra þannig að greiðslumark á starfssvæði BSSL nemur 38,9% af greiðslumarki landsins.

Nánar má lesa um sunnlensk kúabú 2007, stærðardreifingu og fleira í næsta fréttabréfi BSSL


back to top