Starfsumhverfi bænda – öryggismál og heilsuvernd

Vinnuverndarverkefni BÍ og búnaðarsambanda hefur verið framkvæmt hér á Suðurlandi í vetur. Guðmundur Hallgrímsson hefur heimsótt 40 bæi á Suðurlandi nú þegar og framundan eru fleiri heimsóknir. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp eftirlitskerfi fyrir bóndann til að greina innra eftirlit á búinu. Tryggja öryggi hans og annarra starfsmanna við bústörf. Bæta líðan og umhverfi búfjár. Draga úr slyssatíðni. Bæta heilsu þeirra sem vinna við búrekstur. Gera búið aðlaðandi og eftirsóknarverðan vinnustað. Markmiðið er að bóndinn verði fær um að annast innra eftirlit sjálfur hvað varðar áhættumat, öryggi véla, rafmagns og ásýnd býlisins. Framleiðnisjóður ásamt BÍ og búnaðarsamböndunum hafa fjármagnað verkefnið hingað til.


back to top