SS hækkar verð á R2 og FR3

Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að hækka tvo flokka kindakjöts frá þeirri verðskrá sem er í nýlegu fréttabréfi félagsins. Grunnverð á dilkaflokki R2 er hækkað um 10 kr/kg og er þar með það sama og SKVH/KS greiðir. Jafnframt er grunnverð á ærkjötsflokki FR3, sem megnið að ám flokkast í, hækkað um 9 kr/kg og greiðir SS þar með sama meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu og SKVH/KS.

Sauðfjárbændum er bent á að skoða verðskrár sláturleyfishafa vel en verðin nú eru vikuverð. Velja þarf því sláturtíma miðað við verð og aðstæður.


back to top