Sláturlambalíkan á vef LBHÍ

Á útmánuðum 2007 fóru fram námskeið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands undir heitinu “Aukin verðmæti sláturlamba” á alls 6 stöðum á landinu og voru þátttakendur nálægt 70 talsins.
 
Á þessum námskeiðum var notað reiknilíkan af sláturlambaframleiðslu sem m.a. tekur tillit til áhrifa fallþunga á flokkun dilka, áhrifa sláturtíma á verðlagningu kjötsins og margra fleiri þátta er lúta að því að hámarka verðmæti dilkakjötsframleiðslunnar á hverju búi.

Líkanið hefur nú verið endurbætt á þann hátt að nota má raunveruleg gögn um flokkun lambanna skv. EUROP-mati með því að ná í slík gögn úr vef-Fjárvís. Bæði Fjárvís og líkanið hafa verið löguð að þessum möguleika.

Til að nota líkanið verða menn að kunna undirstöðuatriði í Excel en annars hefur verið reynt að gera það sem auðveldast í notkun þó að margt megi vafalaust bæta. Allar ábendingar um það eru velkomnar á póstfangið jois@lbhi.is

Ágætar leiðbeiningar fylgja líkaninu sem er að finna hér


back to top