Sláttur hafinn á Suðurlandi

Sláttur er hafinn á Suðurlandi en á bænum Stíflu í Vestur-Landeyjum voru slegnir nokkrir hektarar í gærkvöldi og morgun. Jóhanna Þorvaldsdóttir og Sævar Einarsson eru ábúendur á Stíflu. Að þeirra sögn er sprettan ágæt en nokkuð mikið ryk í slægjunni vegna öskurykfjúks sem legið hefur yfir Suðurlandi meira eða minna síðustu daga.
Fleiri bændur á svæðinu munu hefja slátt á allra næstu dögum en víða í Austur- og Vestur-Landeyjum er spretta með ágætum þó þurrt hafi verið að undanförnu. Víða sunnan- og vestanlands er í raun farið að sárvanta vætu.


back to top