Skýrslur nautgriparæktarfélaganna

Nú eru skýrslur nautgriparæktarfélaganna komnar á vefinn ásamt lista yfir þau bú sem náður 350 kg verðefna eða meira eftir árskú árinu 2007.
Eins og áður hefur komið fram reyndust meðalafurðir á Suðurlandi vera 5.579 kg/árskú á árinu 2007 sem eru mestu afurðir sem náðst hafa þó aukningin sé aðeins 1 kg/árskú milli ára. Mestar eru afurðir í nautgriparæktarfélaginu Búbót í Ásahreppi en þar eru meðalafurðir 6.384 kg/árskú. Skammt á eftir koma Nrf. Hvolhr. og Djúpárhr.

Þessi félög eru þó öll í minni kantinum en af stóru félögunum er Nrf. Hrunamanna með 5.896 g/árskú og síðan koma A-Landeyingar með 5.841 kg/árskú.

Hægt er að skoða skýrslur nautgriparæktarfélaganna með því að smella hér og lista yfir þau bú sem náðu 350 kg verðefna (MFP) eftir árskú með því að smella hér.


back to top