Skuldastaða sunnlenskra kúabúa

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 þann 2. september sl. var rætt við Björgvin Guðmundsson, kúabónda í Vorsabæ í Rangárvallasýslu, þar sem hann rakti stöðu sína, og margra annarra kúabænda skilmerkilega. Horfa má á viðtalið með því að smella hér. Í inngangi fréttamanns kemur fram að tíundi hver kúabóndi sé í miklum erfiðleikum vegna ofskuldsetningar. Því miður er þessi nálgun trúlega nálægt lagi.

Um miðjan desember birtum vð hér á vefnum pistil með sömu fyrirsögn og hér er gert. Í raun metum við rekstrarráðgjafar Búnaðarsambands Suðurlands stöðuna svipaða og þá. Svipaður fjöldi og þá var nefndur er enn í erfiðleikum enda hefur í raun ekkert gerst síðan þá annað en að höfuðstóll erlendra lána bænda voru sett á ís en flestir hafa borgað vextina af lánunum. Því má áætla að um 45-50 kúabændur á Suðurlandi geti ekki staðið undir skuldabyrðinni. Þó má ekki gleyma því að meirihlutinn eða um 170 kúabændur eiga ekki í erfiðleikum.

Sjá má pistilinn frá 16. desember 2008 með því að smella hér.


Skuldastaða sunnlenskra kúabúa

Miklar umræður hafa verið í samfélaginu undanfarið um skuldastöðu heimila og einstakra atvinnugreina. Í bændastétt hafa sjónir manna m.a. beinst að kúabændum vegna þeirrar hröðu uppbyggingar sem þar hefur átt sér stað á undanförnum misserum og árum. Vegna umræðunnar og fjölda fyrirspurna ákváðu ráðunautar BSSL sem komið hafa að rekstrarráðgjöf því að taka stöðuna á sunnlenskum kúabúum og er niðurstaðan eftirfarandi:

(meira…)


back to top