Sauðfjársæðingum 2013 lokið

Í nóvember var djúpfryst hrútasæði úr 29 hrútum alls 2285 skammtar. Af þeim voru rétt um 600 skammtar sendir til fjárbænda. Útsending á fersku sæði hófst í desember byrjun og lauk nú í dag eða 21. desember. Meðfylgjandi mynd er af Bósa frá Þóroddsstöðum mest notaða hrútnum þetta árið.Fyrstu dagana var lítil útsending en að venju var ásóknin mest um miðbik tímabilsins og fór hæst þann 10. desember eða í rúmar 1800 ær. Síðustu dagana minnkar svo ásóknin og flestir fjárbændur byrjaðir að hleypa til. Alls var sæði í 21.230 ær afgreitt frá stöðinni þetta haustið. Mest var útsendingin úr Bósa frá Þóroddstöðum í 2475 ær, þá kom Saumur frá Ytri-Skógum í 2310 ær. Bekri frá Hesti var þriðji mest notaði hrúturinn með útsent sæði í 1520 ær. Sæðistakan sem og afgreiðsla á pöntunum gekk vel og tókst að mestu að sinna pöntunum úr einstökum hrútum fyrir utan Saum frá Ytri-Skógum og Hæng frá Geirmundarstöðum þegar ásóknin var sem mest. Sauðfjársæðingastöðin og starfsfólk þess þakkar fjárbændum ánægjulegt samstarf þetta haustið og óskar þeim gleðilegra jóla

Sæðistaka úr hrútum 2013


back to top