Sauðfjársæðingar – Stóra-Ármót

Námskeið fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa við sauðfjársæðingar.  Á námskeiðinu verður fjallað örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá elstu atriðum varðandi æslunarlíffræði þeirra.  Fjallað er um sæðingar, hvernig best er að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.  Kennd er meðferð sæðis og verklag við sæðingar er kennt í fjárhúsi.  Einnig er rætt um smitvarnir. Ætlast er til þess að nemendur geti sætt ær og sagt til um það hvernig bestum árangri verður náð.

Kennari er Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir.

Í boði eru tvö námskeið:

1: Mánudaginn 28. nóvember kl. 13.00-18.00 á Stóra-Ármóti í Árnessýslu

2: Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 13.00-18.00 hjá LbhÍ á Hesti í Borgarfirði

Verð á námskeiðið er 15.900 og skráning er á www.lbhi.is/namskeid  endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000


back to top