Sáttmáli um upprunamerkingar matvæla.

Í dag munu Samtök atvinnulífsins, Bændasamtök Íslands og Neytendasamtökin undirrita sáttmála um upprunamerkingar matvæla.  Samkvæmt frétt á mbl.is eru samtökin með þessu að hleypa af stað sameigninlegu átaki um bættar upprunamerkingar. „Þar verður markmiðið að vekja almenning og fyrirtæki til umhugsunar um gildi þess að upprunamerkja mat. Takmarkið er að allar matvörur verði upprunamerktar þannig að neytendur velkist ekki í vafa um það hvar þær eru framleiddar og hvaðan hráefnið er fengið,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.


back to top