Samráðsfundur BSSL og félagsráðs FKS 2. okt. 2006

Samráðsfundur félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi og starfsmanna Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Stóra–Ármóti fimmtudaginn 2. október 2006 kl. 11.00.


Sigurður Loftsson formaður bauð fundarmenn velkomna, setti fund kl: 11:17 og kynnti dagskrá fundarins.


1. Starfsemi og þjónusta BSSL vegna nautgriparæktarinnar.
Runólfur Sigursveinsson fór yfir helstu þætti í ráðgjafaþjónustunni.
Í ræktunarmálunum fer nokkur tími í eftirfylgni með skýrsluhaldinu, þá hefur verið mikil vinna í tengslum við einstaklingsmerkingar síðustu vikurnar, þá er tímabundin vinna í kringum kvígu- og kúaskoðanir á hverju ári, alls eru skoðaðir um 2.500 gripir ár hvert.  Ný útgáfa af nautavalsforritinu er komin út og bændum verður boðin ráðgjöf varðandi þann þátt. Hinir árlegu fundir um niðurstöður skýrsluhaldsins verða haldnir eftir áramót en í nóvember nk. verða haldnir fundir, einn í hverri sýslu um ungnautin og einnig fjallað um fóðrunina út frá niðurstöðum heysýna.
Í jarðræktinni er lögð áhersla á að veita ráðgjöf um yrkisval í ræktun. Í hönd fer álagstími bæði m.t.t. jarðvegssýnatöku og áburðarráðgjafar vegna komandi árs. Þá verður fylgt eftir reynslu bænda af nýjum tegundum í ræktun. Aukning er á fyrirspurnum vegna illgresiseyðingar.
Í fóðurráðgjöfinni er lagður grunnur með skipulagðri heysýnatöku, alls hafa bændum borist niðurstöðu um 750 heysýna af Suðurlandi af tæplega 900 sýnum alls.Í kjölfar niðurstaðna er töluvert unnið af  fóðuráætlunum bæði tiltölulega einföldum og eins ítarlegri áætlunum eins og þörf er á þegar bændur eru í heilfóðrun. Á liðnum vetri og fram á vor lögð töluverð áhersla á nýting beitar, það starf var bæði unnið með fræðslu á deildarfundum MS og einnig heimsóknum á einstaka bæi. Aukin áhersla verður lögð á ráðgjöf varðandi geldstöðufóðrun og nýlega er hafin athugun á þessu sviði á St-Ármóti.
Fjármálaráðgjöf.  Sunna er stærsti þátturinn svo og fjármögnunaráætlanir og tillögur að lánasamsetningu, einnig hefur verið töluverð vinna í að meta hagstæðustu kosti endurfjármögnunar. Þá er ávallt töluvert hringt vegna vangaveltna um kaup á greiðslumarki. Þar hafa forsendur gjörbreyst á síðustu mánuðum. Námskeið eru framundan í bústjórn, dagsnámskeið 6 sinnum. Þessi námskeið eru haldin í samvinnu við LBHÍ og kennsluefnið kemur þaðan.
Heimasíða Bssl er mikill upplýsingavefur í landbúnaðinum, hann er uppfærður reglulega og mjög virkur. Runólfur hvetur bændur að nýta sér hann og eins að koma með ábendingar til Bssl um efni og efnistök.
Nýbreytni í ráðgjöf
Runólfur minntist á fræðsluna sem felst í námskeiðunum um bústjórn. Einnig sagði hann frá því nýlega hefði BÍ opnað möguleika á að búnaðarsamböndin gætu kallað eftir ítarlegri upplýsingum úr skýrsluhaldinu til nota fyrir starfsmenn og bændur, þannig væri gagnvirkni þeirra upplýsinga sem bændur safna að aukast, þetta væri einfaldlega betri þjónusta. Þá er starfsmaður BÍ að vinna að uppbyggingu nýs forms að mjólkurspá til nota í ráðgjafastarfi. Eins er nýlega búið að endurbæta nautavalsforritið. Þá er í undirbúningi nýtt fóðurmat
Fjármögnunun verkefna  Runólfur sagði stuttlega frá fjármögnun starfseminnar. Fjármögnun kemur úr búnaðarlagasamningi, bæði grunnframlög til                búnaðarsambanda og sér framlög til verkefna, sérhæfð verkefni eins og Sunnan og önnur sambærileg verkefni. Síðan kæmi hluti í gegnum búnðargjaldið, það er nú 1,2% af veltu búanna og hluti búnaðarsambandanna er 0,5%. Sérhæfð ráðgjöf væri síðan seld út með hliðsjón af greiddu búnaðargjaldi.


Sigurður formaður gaf orðið laust.
Spurt hvort upplýsingarnar úr skýrsluhaldinu væru orðnar aðgengilegri. Runólfur segir að auðveldara sé að nálgast þær en áður.
Guðbjörg á Læk, bendir á gott væri að hafa enn meiri og aðgengilegri skýrslur o.fl.af vefnum frá BSSL á búsgrunni
Rætt um að tengja slíkt t.d. MS vefnum, en fram kom óánægja með þann vef hvað hann væri óaðgengilegur og oft á tíðum óvirkur.
Sigurlaug í Nýjabæ benti á að MS hefði verið að undirbúa nýtt form á upplýsingarmiðli til bænda t.d. með efnainnihald mjólkur.
Mikið rætt um að sameina upplýsingar úr landbúnaðargeiranum inná einn vef.
Stungið uppá að strjórn FKS skoði þessi mál og leiti lausna á því hvort framkvæmanlegt sé að samræma upplýsingar á búsgrunni á einn vef
Umræða var um bústjórnarnámskeiðið.
Runólfur segir að ekki sé mikil þátttaka enn sem komið er, útskýrði innihald námskeiðsins og benti á einstök spennandi námskeið.
Sigurlaug spurði um meiri upplýsingar um illgresisnotkun hvort ekki væri hægt að fá fund í því sambandi.
Jóhannes Hr. Símonarson sagði að erlendis væri ýmis efni til sem eru ekki notuð hérlendis en Roundup hafi verið notað hér í garðyrkjunni um árabil, sum lönd telji það ekki eitur það sé aðeins ofgnótt af áburði. Sú ráðgjöf sem veitt hefur verið fram að þessu hafi eingöngu verið á einstaklingsgrunni auk upplýsinga á heimasíðunni.
Jóhann í St-Hildisey telur nauðsynlegt að auka ráðgjöf í þessum efnum því mikil aukning sé í akuryrkju/ræktun.


Matarhlé, BSSL bauð fundarmönnum hádegismat.


2. Rekstur og þjónusta Kynbótastöðvar Suðurlands.
Sveinn Sigurmundsson.
Hann bauð fundarmenn velkomna í nýjan fundarsal á Stóra Ármóti sem var gerður á sl. vetri og tekinn í notkun í mars sl.
Sveinn fór yfir reksturinn á stöðinni sem hefur styrkst vegna tilkomu þróunargjalds eftir nýjan mjólkursamning, segir að sumir telji að sæðingastarfið eigi að vera rekið á landsvísu en sjálfur telur hann það eigi að vera áfram í héruðum, hann segir að hagnaður væri af stöðinni, sæðingargjöld lækkuð, fækkun kúabúa, bifreiðarkostnaður var á liðnu ári 22,56 kr/km.
Sveinn segir að sjóður sé til hjá Kynbótastöðinni og kom með þá hugmynd að keyptur yrði klaufskurðarbás sem færi um allt svæðið og þjálfað yrði fólk til að vinna það verk.  Sveinn vill fá álit fundarmanna á því og einnig hvort að menn telji þörf fyrir sæðingar á  stórhátíðardögum en ekki hefur verið boðið upp á sæðingar á þeim dögum fram að þessu.
Sigrún Ásta í St-Mástungu spyr hvort ekki sé hægt að setja þetta fjármagn í kyngreiningu á sæði.
Guðmundur Jóhannesson telur enga möguleika til þess því engin aðstaða sé til staðar og kostnaður yrði mjög mikill, þegar ný Nautastöð verður byggð þarf að hafa þessa möguleika í huga. Möguleikar kyngreiningar felast fyrst og fremst í kyngreiningu á sæði úr ungnautum. Sjálfsagt að fylgjast með þróuninni og nefnir sem dæmi hvernig Danir eru að byggja upp sína starfsemi á þessu sviði.
Sigurður Loftsson telur ef ný stöð verði byggð þá hljóti þessir möguleikar að vera teknir með.
Töluverð umræða um klaufskurðarbás og fundarmenn mjög jákvæðir fyrir þeim kaupum.
Jóhann í St-Hildisey tók undir það og vildi endilega fá sæðingar á þessum hátíðardögum og fá afleysingarmenn í þetta.
Jákvæð umræða var um það að bæta við sæðingadögum.
Arna á Guðnastöðum sagði að pantanir á sæðingum hafi ekki alltaf skilað sér. 
Sveinn sagði smá tækniörðuleika hafa komið upp en bændur þyrftu að athuga gsm. sambandið ef pantað væri úr þeim, það gæti haft áhrif.
Mikið rætt um þjónustuna hjá sæðingarmönnum, símamál þeirra hvort hægt væri að senda t.d. SMS sem virðist vera hjá einstaka mönnum.


3. Kýr 2006 framgangur hennar og framtíð kúasýninga.
Sigurður Loftsson sagði  að engin nefnd hafi verið skipuð frá FKS og skömmu fyrir sýningu stefndi í að of fáir gripir væru skráðir, en úr rættist, jákvæð sú nýbreytni að fá MS á svæðið með vörur.
Hann spyr hvort þörf sé á einhverri nýbreytni, sagðist hafa verið uppfullur af því að halda einhverskonar landbúnaðarsýningu og/eða einhverja breytingu á núverandi sýningarformi og varpaði boltanum til Guðmundar Jóhannessonar. 
Guðmundur telur enga möguleika að hafa sýningar fyrir t.d. sauðfjárræktina því  ekki sé hægt að flytja milli svæða eins og staðan er í dag.
Guðbjörg á Læk vill að við skilgreinum kúasýningarnar, hvort við séum að sýna fyrir okkur sjálf, í innra starfi nautgriparæktarinnar eða eitthvað annað.
Mikið rætt um kúasýningarnar undarfarin ár, dóma, þuli, ofl.
Margir vilja sjá meiri fagmennsku í sýningunni og  skarpari leiðbeiningar fyrir sýnendur.
Sveinn Sigurmundsson sagði skipa mætti nefnd til þess að undirbúa sýninguna og kynna sér t.d. í Danmörku hvernig á að bera sig að sýna gripi. Sagði að BSSL færi aldrei út í sambærilegt verkefni og landbúnaðarsýninguna sem haldin var árið1978 á Selfossi. Slíkt sýningarhald væri liðin tíð en sagði jafnframt að landbúnaðarnefnd Árborgar hefði ályktað um að kannað yrði með almenna landbúnaðarsýningu árið 2008. Hann kvaðst langa til að sjá kúasýningu 2008 sem stæði í um 2-3 daga, þar væri t.d.sýning með mismunandi litasamsetningu gripa, afkvæmasýning, mjólkaðar kýr o.fl.
Sigurður Loftsson  stakk upp á að FKS skipi nefnd af bændum og fengju Guðmund Jóhannesson sem framkvæmdastjóra, spurði hvort einhver gæfi sig fram í nefnd? Sem og var: Arna á Guðnastöðum, Sigurlaug í Nýjabæ og Bóel á Móeiðarhvoli.
Ólafur í Geirakoti sagði að kýrnar væru ekki nógu sýningavænar.
Sigurður Loftasson var ánægður með umræðurnar og vonar að vel takist með næstu sýningu.


4. Starfsemi og rekstur Stóra-Ármóts.
Grétar Hrafn Harðarson tilraunastjóri á Stóra Ármóti.
Hann sagði að á vegum LBHÍ færu rannsóknarverkefnin í nautgriparækt fram á Hvanneyri, Stóra Ármóti og Möðruvöllum.
Á Hvanneyri verður lögð áhersla á mjólk, beit, aðbúnaðar- og atferlisrannsóknir og síðan kennslu.
Á Möðruvöllum stæði til að kanna umhverfisáhrif kúabúskapar.
Á Stóra-Ármóti færu fram rannsóknir á  fóðrun til hámarksafurða, auk athugana       m.t.t.fóðrunar í uppeldi.
Í gangi  er athugun á mismunandi geldstöðufóðrun, þar sem áhrif  mismunandi orkustyrkleika síðustu þrjár vikurnar fyrir burð eru könnuð. 
Fjallaði síðan um fóðrun almennt á mjólkurkúm. Telur að 60-80% mjólkurkúa fái einhver einkenni framleiðslusjúkdóma eins og fitulifur/súrdoða, doða, súra vömb, fastar hildir og júgurbólgu. Há nyt veldur ekki framleiðslusjúkdómum heldur vandkvæði við fóðrun.
Reynt verður að mæla sýrustig í vömb í vetur á St-Ármóti og sýndi okkur verkfæri sem á að mæla það. Of mikið kjarnfóður miðað við gróffóður veldur súrri vömb.
Sagði frá rannsóknum um kálfadauða sem eru í gangi. Sagði jafnframt frá einstökum   nemendaverkefnum á Hvanneyri sem væri verið að vinna en þau eru m.a.:
Flæðihraði mjólkur við mjaltir,
Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni,og  júgurheilbrigði á fjölda gerla í innleggsmjólk,
Sýurstig í vömb mjólkurkúa,
Kynbótamat í nautgriparækt,
Sameindaerfðafræði mjólkurpróteins.
Valdimar í Gaulverjabæ spyr hvaða aðstæður hér á landi valdi því að tíðni súrdoða sé hér mun meiri en erlendis.
Grétar Hrafn segir að erlendis sé almennt sterkari fóðrun en hér á landi og jafnframt að heilfóðrun sé algengari þar en  hér..
Ólafur í Geirakoti spyr hvort frumutala geti verið hærri  þegar nytin hækki hjá kúm.
Grétar Hrafn telur það ekki af því að þær séu í hárri nyt en geti fengið júgurbólgu vegna meira álags og borið hefur á því í heilfóðruninni að sumar kýr sulla meira í vatni sem veldur óþrifum í básum sem síðan geti leitt meiri smithættu.
Jóhann í St-Hildisey spurði um heyverkunina á Stóra Ármóti.
Grétar Hrafn sagði að sett hafði verið í eina fóðurstæðu úti í sumar og stjórn BSSL er með í skoðun hvort byggja eigi útigryfjur.
Sigurður Loftsson sagði að tilraunanefnd hefði verið starfandi varðandi St-Ármót, í henni voru 2 bændur, langaði að spyrja Grétar Hrafn hvort hann teldi þessa nefnd óþarfa.
Grétar Hrafn segir að eftir sameiningu við Hvanneyri og Möðruvelli hafi aðstæður breyst en  segir að svona fundir hjá félagsráði komi kannski í staðinn.
Jóhann í St-Hildisey sem var í nefndinni telur nauðsynlegt að bændur komi meira að starfinu til að geta miðlað og fái jafnframt upplýsingar um hvaða verkefni eru í gangi á hverjum tíma.
Sigurður Loftsson tekur undir þessi sjónarmið.
Gunnar á Túnsbergi vill endurvekja það starf sem tilraunanefndin sinnti, einmitt til að halda tengingu bænda við rannsóknastarfið á hverjum tíma.
Grétar Hrafn leggur til að komið verði á samráðsfundum með FKS um búreksur og tilraunastarf á Stóra Ármóti.
Sigurlaug í Nýjabæ og Guðbjörg á Læk vilja opna fundi hjá FKS meira.
Jóhann í St-Hildisey hvetur til þess að hafa opinn dag á St-Ármóti í vetur.
Grétar Hrafn tekur undir það.


5. Önnur mál.
Ákveða staðsetningu haustfunda LK.
• Árnessýsla fimmtudagskvöld 19. okt. í Þingborg  kl. 20.30.
• Rángárvallasýsla þriðjudagskvöld 24. okt.  Fossbúð Skógum kl.20:30                     
• V -Skaftafellssýsla miðvikudag 25. okt. Hótel Kirkjubæjarklaustur.


Formaður vakti athygli á samantektarblaði sem fundarmenn fengu í hendur um stöðu mála vegna endurnýjunar á Nautastöðinni, þar á meðal ályktun frá aðalfundi BSSL, vill að fundarmenn skoði þessa punkta.
Rakti  mál sem snerta lækkun matvælaverðs sem mikið hefur verðið í umræðunni að undanförnu.
Sigrún Ásta í St-Mástungu vill koma því að, að henni finnist óþolandi að í matvælaumræðunni sé skuldinni alltaf skellt á bændur, aldrei sé talað um verð á öðrum vörum.
Umræða var um hagræðingu á kúabúum t.d. fóðrun og fóðuröflun.
Spurning til Runólfs um hvort bændur séu betur í stakk búnir að lækka mjólkurverðið núna  en fyrir 5-6 árum.
Hann segir svo ekki vera almennt, margir kúabændur hafa verið í mikilli uppbyggingu og því skuldsettari nú en áður og ekki hjálpar til hækkandi vextir á meðan tekjuliðir hækka ekki í hlutfalli við það.
Rætt um kvóta og kvótaverð og fundarmenn  hissa  hvað kvótinn helst í verði út frá stöðu mála í framleiðslu og á markaði.


Runólfur segir gripagreiðslur verði greiddar í fyrsta sinn út 1.nóvember nk.
Þann 18.sept. sl. höfðu 16 kúabú á Suðurlandi ekki skilað fullnægjandi skýrslu/hjarðbók til að geta fengið gripagreiðslur.


Fundi slitið kl.16:35.


Fundaritari Katrín Birna Viðarsdóttir.


back to top