Samband íslenskra sveitarfélaga vill leggja niður Bjargráðasjóð

Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var sl. föstudag var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra um Bjargráðasjóð. Að lokinni umræðu um minnisblaðið var samþykkt ályktun um að réttast væri að leysa sveitarfélögin undan skyldum sínum við sjóðinn og skipta eigum hans milli eigendanna.

Samþykkt stjórnar sem gerð var einróma er svohljóðandi:


Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að starfsemi Bjargráðasjóðs sé miklu fremur atvinnumál tiltekinna starfsgreina en sveitarstjórnarmál. Af þeirri ástæðu og í ljósi þróunar á starfsemi sjóðsins á undanförnum árum leggur stjórnin áherslu á að áfram verði unnið að því á vegum stjórnar Bjargráðasjóðs að sveitarfélögin verði leyst undan fjármögnun og rekstri sjóðsins og að eignum hans og skuldbindingum verði skipt upp milli eigenda, sbr. bókun stjórnar Bjargráðasjóðs frá 11. október sl.


back to top